Yfir tuttugu þúsund aðdáendur ítalska Formúlu 1 liðsins Ferrari vilja halda Finnanum Kimi Raikkonen í röðum liðsins á næsta ári.
Kimi er 38 ára gamall og er því talið líklegt að hann muni leggja hanskana á hilluna í lok tímabilsins. Flest bendir til þess að Mónakóbúinn Charles Leclerc taki við sæti Raikkonen ef Finninn framlengir ekki.
Þrátt fyrir aldurinn virðist ekkert vera að hægja á Kimi eins og hann sýndi í síðustu keppni er hann náði ráspól á Monza, heimavelli Ferrari.
Hvorki Raikkonen né Ferrari hafa gefið neitt út opinberlega um framtíð ökumannsins hjá liðinu.
Ferrari aðdáendur vilja halda Raikkonen
Bragi Þórðarson skrifar
