Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2018 05:45 Skúli Gunnar Sigfússon stofnaði Subway hér á landi. Vísir/Anton Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK1923 ehf. (EK), hefur tilkynnt Skúla Gunnar Sigfússon, yfirleitt kenndan við Subway, eiganda Sjöstjörnunnar ehf., og Guðmund Hjaltason, framkvæmdastjóra þess félags, til embættis Héraðssaksóknara. Endurskoðandi félagsins og lögmaður þess í málum er varða þrotabú EK eru einnig tilkynntir til embættisins. Ástæðan er grunur skiptastjóra um að þeir hafi gerst sekir um skilasvik og fjárdrátt eða umboðssvik í störfum sínum fyrir félagið. Þá telur skiptastjóri tilefni til að kanna aðkomu KPMG og Landsbankans að málinu. Í tilkynningunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, eru hin tilkynntu atvik útlistuð. Þau varða meðal annars sölur á fasteignum Sjöstjörnunnar til annarra félaga í eigu Skúla á verði sem er langt undir markaðsvirði eignanna. Þá er þess einnig getið að eigendur Sjöstjörnunnar hafi reynt að færa tvær fasteignir yfir í önnur félög en þær höfðu verið kyrrsettar af embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í júlí 2017. Í greinargerð sem fylgir tilkynningunni er Sjöstjörnunni lýst sem „eignalausri skel“. Samkvæmt ársreikningi félagsins 2016 átti félagið tæplega 1,2 milljarða í eigin fé en á ársreikningi 2017 var sama tala neikvæð um 25 milljónir. Í tilkynningunni er það rakið til þess að árið 2017 voru 350 milljónir greiddar eigendum í arð. Þá hafi félaginu að auki verið skipt upp og eignum þess komið fyrir í tveimur öðrum félögum. Sjöstjarnan sé því „fullkomlega eignalaust og ógjaldfært félag þannig að hvorki þrotabúið [EK] né aðrir kröfuhafar [þess] geti leitað fullnustu í aðfararhæfum andlögum.“ Þá vekur skiptastjóri einnig athygli saksóknara á þeim grun sínum að fyrrnefndur Skúli og Guðmundur, auk lögmanns Sjöstjörnunnar, hafi lagt fram efnislega röng sönnunargögn og/eða haldið réttum sönnunargögnum og upplýsingum frá dómi í staðfestingarmáli vegna fyrrgreindrar kyrrsetningar. Það eiga þeir annars vegar að hafa gert með því að leggja fram yfirlit yfir fasteignir Sjöstjörnunnar og verðmat á þeim sem sýni að eignirnar dugi til að fullnusta kröfu EK og hins vegar með því að leyna því að eignirnar séu ekki lengur í eigu Sjöstjörnunnar. Skiptastjórinn Sveinn Andri Sveinsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Þetta er í annað sinn sem hann tilkynnir Skúla og Guðmund til héraðssaksóknara vegna gjörninga sem tengjast máli EK gegn Sjöstjörnunni. Skúli hefur sjálfur gert slíkt hið sama en hann taldi Svein hafa staðið í þvingunum og hafa borið á sig rangar sakargiftir. Angi þess máls endaði fyrir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Leiðrétting 10:22 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að úrskurðarnefnd lögmanna hefði fundið að því að Sveinn Andri Sveinsson hefði sent tilkynningu um kæru til fjölmiðla. Það er alrangt. Þvert á móti var sett út á tilkynningu lögmanns Skúla. Leiðréttist þetta hér með og beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK1923 ehf. (EK), hefur tilkynnt Skúla Gunnar Sigfússon, yfirleitt kenndan við Subway, eiganda Sjöstjörnunnar ehf., og Guðmund Hjaltason, framkvæmdastjóra þess félags, til embættis Héraðssaksóknara. Endurskoðandi félagsins og lögmaður þess í málum er varða þrotabú EK eru einnig tilkynntir til embættisins. Ástæðan er grunur skiptastjóra um að þeir hafi gerst sekir um skilasvik og fjárdrátt eða umboðssvik í störfum sínum fyrir félagið. Þá telur skiptastjóri tilefni til að kanna aðkomu KPMG og Landsbankans að málinu. Í tilkynningunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, eru hin tilkynntu atvik útlistuð. Þau varða meðal annars sölur á fasteignum Sjöstjörnunnar til annarra félaga í eigu Skúla á verði sem er langt undir markaðsvirði eignanna. Þá er þess einnig getið að eigendur Sjöstjörnunnar hafi reynt að færa tvær fasteignir yfir í önnur félög en þær höfðu verið kyrrsettar af embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í júlí 2017. Í greinargerð sem fylgir tilkynningunni er Sjöstjörnunni lýst sem „eignalausri skel“. Samkvæmt ársreikningi félagsins 2016 átti félagið tæplega 1,2 milljarða í eigin fé en á ársreikningi 2017 var sama tala neikvæð um 25 milljónir. Í tilkynningunni er það rakið til þess að árið 2017 voru 350 milljónir greiddar eigendum í arð. Þá hafi félaginu að auki verið skipt upp og eignum þess komið fyrir í tveimur öðrum félögum. Sjöstjarnan sé því „fullkomlega eignalaust og ógjaldfært félag þannig að hvorki þrotabúið [EK] né aðrir kröfuhafar [þess] geti leitað fullnustu í aðfararhæfum andlögum.“ Þá vekur skiptastjóri einnig athygli saksóknara á þeim grun sínum að fyrrnefndur Skúli og Guðmundur, auk lögmanns Sjöstjörnunnar, hafi lagt fram efnislega röng sönnunargögn og/eða haldið réttum sönnunargögnum og upplýsingum frá dómi í staðfestingarmáli vegna fyrrgreindrar kyrrsetningar. Það eiga þeir annars vegar að hafa gert með því að leggja fram yfirlit yfir fasteignir Sjöstjörnunnar og verðmat á þeim sem sýni að eignirnar dugi til að fullnusta kröfu EK og hins vegar með því að leyna því að eignirnar séu ekki lengur í eigu Sjöstjörnunnar. Skiptastjórinn Sveinn Andri Sveinsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Þetta er í annað sinn sem hann tilkynnir Skúla og Guðmund til héraðssaksóknara vegna gjörninga sem tengjast máli EK gegn Sjöstjörnunni. Skúli hefur sjálfur gert slíkt hið sama en hann taldi Svein hafa staðið í þvingunum og hafa borið á sig rangar sakargiftir. Angi þess máls endaði fyrir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Leiðrétting 10:22 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að úrskurðarnefnd lögmanna hefði fundið að því að Sveinn Andri Sveinsson hefði sent tilkynningu um kæru til fjölmiðla. Það er alrangt. Þvert á móti var sett út á tilkynningu lögmanns Skúla. Leiðréttist þetta hér með og beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira