Seinni bylgjan: „Körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. september 2018 13:00 S2 Sport Olísdeildin stendur best að vígi þegar kemur að spilatíma ungra leikmanna en er hún enn grjóthörð þrátt fyrir nýja reglubreytingu? Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport verður með nýjan lið í vetur sem heitir „Lokaskotið“ þar sem sérfræðingarnir ræða þrjú af stærstu málum hverrar umferðar. Í þætti gærkvöldsins tóku þeir Tómas Þór Þórðarson, Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson fyrir útlendingana í deildinni, reglubreytingar á gulum spjöldum og hvort deildin yrði jafnari en fyrirfram var talið. Oft er fjöldi erlendra leikmanna talinn neikvæður, sérstaklega í fótboltanum er það talið neikvætt ef lið eru með of mikið af erlendum leikmönnum sem taka spilatíma af þeim ungu. „Ég held við séum sú deild sem er hvað öflugust í að leyfa ungum leikmönnum að spila. Ég held að lið eins og Akureyri og KA hafi gert allt sem að þau gátu til þess að fá íslenska leikmenn, það gekk ekki, og þá verða þau að fá til sín erlenda leikmenn,“ sagði Jóhann Gunnar.Gult spjald fer að verða sjaldgæfari sjón í handboltanumVísir/Andri MarinóÞað var ný regla innleidd í Olísdeildina í vetur og voru sérfræðingarnir ekki á sömu skoðun um hana. Áður fyrr voru þrjú gul spjöld gefin áður en leikmenn fá tveggja mínútna brottvísun. Því hefur verið breytt í bara eitt gult spjald. „Þetta fjölgar brottvísunum mikið, kannski fyrir brot sem við erum aldir upp við að sé bara gult spjald,“ sagði Sebastian. „Við vitum það bara að það var alltaf sagt í klefanum, fyrstu tíu höfum við þrjú gul, hömrum þá og verum grófir. Nú er það ekki leyft,“ sagði Jóhann Gunnar. „Gula spjaldið var tilgangslaust.“ Sebastian var ekki sammála Jóhanni og rifust þeir félagar aðeins um málið. „Hvar endar þetta, körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar íþrótt.“ Þessar skemmtilegu rökræður, umræðuna um erlendu leikmennina og hversu jöfn deildin er má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Olísdeildin stendur best að vígi þegar kemur að spilatíma ungra leikmanna en er hún enn grjóthörð þrátt fyrir nýja reglubreytingu? Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport verður með nýjan lið í vetur sem heitir „Lokaskotið“ þar sem sérfræðingarnir ræða þrjú af stærstu málum hverrar umferðar. Í þætti gærkvöldsins tóku þeir Tómas Þór Þórðarson, Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson fyrir útlendingana í deildinni, reglubreytingar á gulum spjöldum og hvort deildin yrði jafnari en fyrirfram var talið. Oft er fjöldi erlendra leikmanna talinn neikvæður, sérstaklega í fótboltanum er það talið neikvætt ef lið eru með of mikið af erlendum leikmönnum sem taka spilatíma af þeim ungu. „Ég held við séum sú deild sem er hvað öflugust í að leyfa ungum leikmönnum að spila. Ég held að lið eins og Akureyri og KA hafi gert allt sem að þau gátu til þess að fá íslenska leikmenn, það gekk ekki, og þá verða þau að fá til sín erlenda leikmenn,“ sagði Jóhann Gunnar.Gult spjald fer að verða sjaldgæfari sjón í handboltanumVísir/Andri MarinóÞað var ný regla innleidd í Olísdeildina í vetur og voru sérfræðingarnir ekki á sömu skoðun um hana. Áður fyrr voru þrjú gul spjöld gefin áður en leikmenn fá tveggja mínútna brottvísun. Því hefur verið breytt í bara eitt gult spjald. „Þetta fjölgar brottvísunum mikið, kannski fyrir brot sem við erum aldir upp við að sé bara gult spjald,“ sagði Sebastian. „Við vitum það bara að það var alltaf sagt í klefanum, fyrstu tíu höfum við þrjú gul, hömrum þá og verum grófir. Nú er það ekki leyft,“ sagði Jóhann Gunnar. „Gula spjaldið var tilgangslaust.“ Sebastian var ekki sammála Jóhanni og rifust þeir félagar aðeins um málið. „Hvar endar þetta, körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar íþrótt.“ Þessar skemmtilegu rökræður, umræðuna um erlendu leikmennina og hversu jöfn deildin er má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira