Fótbolti

Glódís Perla og félagar hleyptu engu í gegn og skoruðu síðan sigurmark í blálokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. Vísir/Getty
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í sænska liðinu Rosengård eru í góðum málum í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 útisigur á rússneska liðinu Ryazan-VDV.

Glódís Perla spilaði í miðri vörn Rosengård við hlið dönsku landsliðskonunnar Simone Boye Sörensen.

Rosengård hélt marki sínu hreinu og Caroline Seger skoraði síðan sigurmarkið á 90. mínútu leiksins þó einhverjir vilji þó meina að um sjálfsmark hafi verið að ræða.

Glódís Perla átti mikinn þátt í sigurmarkinu með lykilsendingu fram völlinn.

Rosengård liðið hefur komst í sextán liða úrslitin undanfarin sjö ár og það lítur út fyrir að þær ættu að komast þangað áttunda árið í röð.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×