Elmar sagði upp hjá Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 10:17 Elmar Hallgríms Hallgrímsson ætlar að leita á ný mið eftir eftirminnileg tvö og hálft ár hjá Torgi og 365. Vísir/Vilhelm Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55
Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21