Handbolti

Seinni bylgjan: Ótrúlegt hvernig molnaði undan Haukavélinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukar vissu vart í hvorn fótinn þeir áttu að stíga.
Haukar vissu vart í hvorn fótinn þeir áttu að stíga.
Haukarnir voru teknir í bakaríið í KA-heimilinu en stórsigur KA-manna eru ein óvæntustu úrslitin í íslenskum handbolta lengi.

Þó svo Jovan Kukobat hafi varið frábærlega í marki KA-manna þá var margt að í leik Haukanna.

„Ég hefði haldið að Haukar væru með fleiri varnarafbrigði en þetta eina,“ sagði Logi Geirsson hissa.

„KA-menn voru að spila hratt og losa boltann gríðarlega vel. Haukarnir fóru allt of framarlega og voru yfirspilaðir. Það var engin hjálparvörn og ekkert að gerast. Það var ótrúlegt hvernig molnaði undan Haukavélinni.“

Gunnar Berg Viktorsson bætti við. „Það standa allir pödduflatir og engin samvinna milli manna í vörninni. KA-menn voru frábærir og tættu Haukana í sig.“

Sjá má umræðuna um leik KA og Hauka hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×