Úkraínumaðurinn var rekinn af velli grannaslagnum við KA í fyrstu umferðinni og fékk aftur að líta rauða spjaldið í leik gærkvöldsins þegar hann braut illa á Hauki Þrastarsyni.
„Maður sér þessi brot hvergi í Evrópu. Þar sem mönnum er bara skellt á bakið. Ég er búinn að sjá þetta þrisvar eða fjórum sinnum í fyrstu tveimur umferðunum hérna heima,“ sagði Logi Gunnarsson þegar sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport ræddu brottrekstur Mykhailiutenko í gærkvöld.
„Mér finnst þetta verðskulda rautt spjald, alveg hiklaust.“
Það er ljóst að Mykhailiutenko er ekki farinn að skila því hlutverki sem Akureyringar vildu fá frá honum, samtals 42 mínútur í tveimur leikjum.
Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan.