102 sm hængur úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2018 08:51 Sturla með 102 sm laxinn úr Hnausastreng Mynd: Reiða Öndin FB Nú er haustið að detta inn og ákveðinn ró að færast yfir laxveiðina en það skyldi þó engin halda að það sé ekki gaman að vera á bakkanum þessa dagana. Haustið færir okkur nefnilega þann tíma þegar stóru hængarnir fara á stjá og það fara líklega að berast fréttir reglulega úr ánum næstu vikur af stórum löxum sem eru að stökkva á flugur veiðimanna. Vatnsdalsá er ein af þessum ám þar sem nokkrir laxar yfir 100 sm veiðast á hverju hausti og oft nokkrir. Í gær veiddist einn slíkur en það var Sturla Birgisson sem veiddi hann. Laxinn veiddist í einum frægasta stórlaxastað landsins, Hnausastreng, og var mældur 102 sm og síðan sleppt aftur eins og reglur gera ráð fyrir. Það tók 30 mínútur að landa tröllinu sem tók verulega á eins og gefur að skilja. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af stórlöxum úr Vatnsdalnum. Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði
Nú er haustið að detta inn og ákveðinn ró að færast yfir laxveiðina en það skyldi þó engin halda að það sé ekki gaman að vera á bakkanum þessa dagana. Haustið færir okkur nefnilega þann tíma þegar stóru hængarnir fara á stjá og það fara líklega að berast fréttir reglulega úr ánum næstu vikur af stórum löxum sem eru að stökkva á flugur veiðimanna. Vatnsdalsá er ein af þessum ám þar sem nokkrir laxar yfir 100 sm veiðast á hverju hausti og oft nokkrir. Í gær veiddist einn slíkur en það var Sturla Birgisson sem veiddi hann. Laxinn veiddist í einum frægasta stórlaxastað landsins, Hnausastreng, og var mældur 102 sm og síðan sleppt aftur eins og reglur gera ráð fyrir. Það tók 30 mínútur að landa tröllinu sem tók verulega á eins og gefur að skilja. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af stórlöxum úr Vatnsdalnum.
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði