Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 5. september 2018 08:00 Lykill hét áður Lýsing. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á fyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformin voru kynnt hluthöfum Klakka, en íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, á aðalfundi félagsins um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hve lengi Davidson Kempner hyggst halda á eignarhlutnum í Lykli en þó er talið ljóst að hluturinn verði ólíklega settur í söluferli á nýjan leik innan að minnsta kosti tveggja ára. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur vilji vogunarsjóðsins til þess að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar meðal annars bíla-, véla- og tækjakaup. Áform Klakka um að selja Lykil runnu út í sandinn eftir að það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM í júlí. Ástæða viðræðuslitanna var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Að sögn kunnugra hafði stjórn Klakka gert sér vonir um að selja Lykil á verði sem endurspeglaði að fullu bókfært eigið fé eignaleigufélagsins en það var ríflega 13,2 milljarðar í lok júní. Til samanburðar var tilboð TM á genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins. Talsverður hluti eigna Lykils er í formi reiðufjár, eða um 5,5 milljarðar í árslok 2017, og meðal annars af þeim sökum þótti stjórn Klakka ekki ástæða til að selja félagið á miklum afslætti miðað við eigið fé þess.Fór fram á seljendalán Samkvæmt heimildum Markaðarins fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Þá hjálpaði það ekki til í söluferlinu, að sögn viðmælenda Markaðarins, að á sama tíma og á ferlinu stóð hafi 29 prósenta hlutur í öðru fjármálafyrirtæki, Arion banka, verið seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár. Er talið að gengi bankans í hlutafjárútboðinu, sem lauk um miðjan júní, hafi sett viðmið í verðlagningu sem fjárfestar tóku tillit til þegar þeir gerðu tilboð í Lykil. Hlutabréf í Arion banka ganga nú kaupum og sölum á genginu 0,81 sinnum eigið fé bankans. Klakki setti Lykil í söluferli í desember í fyrra en norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafði umsjón með ferlinu. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði á afkomufundi með fjárfestum í lok síðasta mánaðar að slitnað hefði upp úr viðræðunum þar sem „menn náðu ekki saman um stór atriði“. Mikil vinna hefði verið lögð í málið af hálfu félagsins og það væri vinna sem gæti nýst áfram í framtíðinni. Stjórnendur hefðu litið á kaupin sem „strategíska“ fjárfestingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöruúrval þess. „Þar er fjármögnunarstarfsemi klárlega eitthvað sem við lítum til ásamt fleiri fjármálatengdum afurðum,“ nefndi Sigurður. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, með um 75 prósenta hlut. Sjóðurinn var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna en sá sem hefur stýrt starfsemi sjóðsins hér á landi er sem kunnugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekktur sem „Herra Ísland“. Auk ýmissa lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka meðal annars félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á fyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformin voru kynnt hluthöfum Klakka, en íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, á aðalfundi félagsins um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hve lengi Davidson Kempner hyggst halda á eignarhlutnum í Lykli en þó er talið ljóst að hluturinn verði ólíklega settur í söluferli á nýjan leik innan að minnsta kosti tveggja ára. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur vilji vogunarsjóðsins til þess að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins. Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar meðal annars bíla-, véla- og tækjakaup. Áform Klakka um að selja Lykil runnu út í sandinn eftir að það slitnaði upp úr viðræðum félagsins við TM í júlí. Ástæða viðræðuslitanna var einkum sú að tilboð tryggingafélagsins, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils. Að sögn kunnugra hafði stjórn Klakka gert sér vonir um að selja Lykil á verði sem endurspeglaði að fullu bókfært eigið fé eignaleigufélagsins en það var ríflega 13,2 milljarðar í lok júní. Til samanburðar var tilboð TM á genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins. Talsverður hluti eigna Lykils er í formi reiðufjár, eða um 5,5 milljarðar í árslok 2017, og meðal annars af þeim sökum þótti stjórn Klakka ekki ástæða til að selja félagið á miklum afslætti miðað við eigið fé þess.Fór fram á seljendalán Samkvæmt heimildum Markaðarins fór TM jafnframt fram á að fá seljendalán til þess að fjármagna kaupin en fulltrúar Klakka vildu ekki fallast á það. Þá hjálpaði það ekki til í söluferlinu, að sögn viðmælenda Markaðarins, að á sama tíma og á ferlinu stóð hafi 29 prósenta hlutur í öðru fjármálafyrirtæki, Arion banka, verið seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár. Er talið að gengi bankans í hlutafjárútboðinu, sem lauk um miðjan júní, hafi sett viðmið í verðlagningu sem fjárfestar tóku tillit til þegar þeir gerðu tilboð í Lykil. Hlutabréf í Arion banka ganga nú kaupum og sölum á genginu 0,81 sinnum eigið fé bankans. Klakki setti Lykil í söluferli í desember í fyrra en norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafði umsjón með ferlinu. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, sagði á afkomufundi með fjárfestum í lok síðasta mánaðar að slitnað hefði upp úr viðræðunum þar sem „menn náðu ekki saman um stór atriði“. Mikil vinna hefði verið lögð í málið af hálfu félagsins og það væri vinna sem gæti nýst áfram í framtíðinni. Stjórnendur hefðu litið á kaupin sem „strategíska“ fjárfestingu og myndu áfram horfa til þess að auka vöruúrval þess. „Þar er fjármögnunarstarfsemi klárlega eitthvað sem við lítum til ásamt fleiri fjármálatengdum afurðum,“ nefndi Sigurður. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, með um 75 prósenta hlut. Sjóðurinn var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna en sá sem hefur stýrt starfsemi sjóðsins hér á landi er sem kunnugt er Jeremey Clement Lowe, einnig þekktur sem „Herra Ísland“. Auk ýmissa lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka meðal annars félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira