Söluhagnaður Hreggviðs 1,7 milljarðar króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. september 2018 08:00 Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital. fréttablaðið/gva Hagnaður félags Hreggviðs Jónssonar, forstjóra Veritas Capital og stjórnarformanns Festar, af sölu á 12 prósenta hlut þess í Festi til N1 nemur tæplega 1,7 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Holdors, eignarhaldsfélags Hreggviðs. Hlutur Hreggviðs í samlagshlutafélaginu SF V, eiganda Festar, var metinn á 2.774 milljónir króna í bókum Holdors í lok síðasta árs en tekið er fram í ársreikningnum að virði hlutarins byggi á söluverði smásölukeðjunnar. Til samanburðar greiddi Hreggviður 1.090 milljónir króna fyrir hlutinn árið 2014. Eignarhaldsfélag Holdors hagnaðist alls um 1.861 milljón króna í fyrra en 44 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins árið 2016. Hreggviður var stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Festar með 12 prósenta hlut en í kjölfar kaupa N1 á smásölukeðjunni eignast hann um 2,9 prósenta hlut í olíufélaginu að virði um 1,2 milljarðar króna. Er hann þannig stærsti einstaki einkafjárfestirinn í N1. Fram hefur komið í fjölmiðlum að fjárfesting Hreggviðs í SF V hafi verið fjármögnuð með nýjum lánum að fjárhæð 890 milljónir króna á meðan innborgað hlutafé nam 200 milljónum króna. Kaupverð N1 á Festi, sem rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, nam um 23,7 milljörðum króna en N1 tók yfir rekstur keðjunnar 1. september síðastliðinn. Stærsti hluthafi SF V er framtakssjóðurinn SÍA II, í stýringu Stefnis, með 27,4 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru ýmsir lífeyrissjóðir með um 30 prósenta hlut, tryggingafélög og sjóðir með 15 prósent og þá eiga nokkrir einkafjárfestar samanlagt um fjórðungshlut. Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fer til að mynda með 6,5 prósenta hlut í SF V og Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi eigandi Nesskipa, með 3,8 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hagnaður félags Hreggviðs Jónssonar, forstjóra Veritas Capital og stjórnarformanns Festar, af sölu á 12 prósenta hlut þess í Festi til N1 nemur tæplega 1,7 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Holdors, eignarhaldsfélags Hreggviðs. Hlutur Hreggviðs í samlagshlutafélaginu SF V, eiganda Festar, var metinn á 2.774 milljónir króna í bókum Holdors í lok síðasta árs en tekið er fram í ársreikningnum að virði hlutarins byggi á söluverði smásölukeðjunnar. Til samanburðar greiddi Hreggviður 1.090 milljónir króna fyrir hlutinn árið 2014. Eignarhaldsfélag Holdors hagnaðist alls um 1.861 milljón króna í fyrra en 44 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins árið 2016. Hreggviður var stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Festar með 12 prósenta hlut en í kjölfar kaupa N1 á smásölukeðjunni eignast hann um 2,9 prósenta hlut í olíufélaginu að virði um 1,2 milljarðar króna. Er hann þannig stærsti einstaki einkafjárfestirinn í N1. Fram hefur komið í fjölmiðlum að fjárfesting Hreggviðs í SF V hafi verið fjármögnuð með nýjum lánum að fjárhæð 890 milljónir króna á meðan innborgað hlutafé nam 200 milljónum króna. Kaupverð N1 á Festi, sem rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, nam um 23,7 milljörðum króna en N1 tók yfir rekstur keðjunnar 1. september síðastliðinn. Stærsti hluthafi SF V er framtakssjóðurinn SÍA II, í stýringu Stefnis, með 27,4 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru ýmsir lífeyrissjóðir með um 30 prósenta hlut, tryggingafélög og sjóðir með 15 prósent og þá eiga nokkrir einkafjárfestar samanlagt um fjórðungshlut. Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fer til að mynda með 6,5 prósenta hlut í SF V og Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi eigandi Nesskipa, með 3,8 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira