Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt mark Roa er liðið vann 9-8 sigur á Arna-Bjørnar eftir vítaspyrnukeppni í norska bikarnum.
Svava Rós kom Roa yfir á 79. mínútu en Arna-Bjørnar jafnaði í uppbótartíma og því þurfti að framlengja. Svava Rós fór af velli í upphafi framlengarinnar.
Ekkert mark var skorað í framlengingunni og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Roa betur eftir maraþon-vítaspyrnukeppni og lokatölur 9-8.
Sigríður Lára Garðarsdóttir kom inn á sem varamaður í uppbótartíma er Lilleström vann 4-1 sigur á Vålerenga í sömu keppni og því eru bæði Íslendingaliðin komin í undanúrslitin.
