Nú mega lúxusjepparnir passa sig Finnur Orri Thorlacius skrifar 23. ágúst 2018 06:00 VW Touareg Þriðja kynslóð Volkswagen Touareg jeppans er komin til landsins, en þar fer mjög athyglisverður jeppi sem gæti átt eftir að hrista aðeins upp í jeppamarkaðnum hér á landi, sem víðar. Ástæða þess er helst sú að þessi bíll á svo margt sameiginlegt með miklu dýrari jeppum frá Volkswagen Group bílasamstæðunni, svo sem Porsche Cayenne og Audi Q7, en líka ofurdýrum jeppum samstæðunnar eins og Lamborghini Urus og Bentley Bentayga. Til dæmis er stöðugleikakerfið í nýjum Touareg það sama og finna má í Bentley Bentayga og afturhjólastýringin er sú sama og í Lamborghini Urus. Engu að síður er Volkswagen Touareg meira en helmingi ódýrari bíll en þessir tveir og nokkuð undir verði Cayenne og Q7. Ný kynslóð Touareg hefur bæði lengst og breikkað, en meira máli skiptir að bíllinn hefur fríkkað til muna og er orðinn algjör fyrirmyndar akstursbíll. Í raun er þessi bíll að skipa sér í flokk með jeppum lúxusbílamerkjanna.Það sem líka á eftir að höfða til kaupenda Touareg er flott ytra og innra útlit bílsins, en það tekur fyrri kynslóð bílsins verulega fram. En þó svo þessir þættir hjálpi mjög nýjum Touareg er ekki þar með sagt að hann sé jafningi bíla eins og Cayenne, sem bæði hefur meiri akstursgetu og er með enn þá flottari innréttingu. Það fæst jú alltaf meira fyrir meiri pening, en spurningin er þá helst, hvar nóg er nóg? Kannski er einmitt nógu náð með þessum nýja Touareg, að minnsta kosti saknaði greinarritari lítils við akstur þessa ríkulega bíls.Skarpari línur og laglegri frá öllum hliðum.Öflugri dísilvél en í Q7 Í fyrstu hefur Hekla eingöngu fengið nýjan Touareg með 3,0 lítra dísilvél sem er skráð fyrir 285 hestöflum, en einnig er í boði dísilvél sem afkastar 230 hestöflum og má með þeirri útfærslu spara sér 860 þúsund. Grunnverð Touareg með aflminni dísilvélinni er 8.590.000 en með aflmeiri vélinni 9.450.000 kr. Hjá Volkswagen verður síðan Touareg líka í boði með 6 strokka bensínvél, 8 strokka dísilvél og sem Plug-In-Hybrid bíll. Það er í raun athyglisvert að aflmeiri dísilvélin í þessum nýja Touareg er 13 hestöflum aflmeiri en í tiltölulega nýjum Audi Q7, en í grunninn er þetta sama vélin, með 3,0 lítra sprengirými. Fyrir þessum aflmun finnst og fyrir vikið er bíllinn ferlegur orkubolti sem þýtur af stað þó hægri fætinum sé ekki troðið í gólfið. Touareg er ári snöggur í hundraðið, eða 6,1 sekúndu og það er reyndar alveg sama á hvaða hraða maður er á þessum bíl, þyngra stig með hægri gefur honum alltaf mikla hraðaaukningu. Fyrir vikið er ferlega gaman að gefa þessum bíl inn. Allt þetta rífandi afl kemur þó ekki niður á eyðslunni því í reynsluakstrinum var hann t.d. mældur með 7,5 lítra á um 15 km spotta milli Mosfellsbæjar og miðbæjar Reykjavíkur. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,6 lítrar og líklega mun bíllinn höggva nálægt þeirri tölu í raunheimum. Það er ekki slæmt fyrir bíl sem er ríflega tvö tonn að þyngd.Hér fer vel um alla, en innanrýmið hefur stækkað milli kynslóða.Magnað mælaborð Líklega mun mælaborðið í þessum nýja Touareg gera margan orðlausan, en fá má bílinn svo til takkalausan og með tveimur samliggjandi 12 og 15 tommu skjáum þaðan sem öllum búnaði bílsins er stjórnað. Afar fáir bílar eru í boði með slíka tækni og útlit, en fyrir vikið er eins og stigið sé upp í háþróað geimfar fremur en bíl. Víst er að fleiri og fleiri bílar munu verða svona búnir á næstu árum, tæknin er til staðar og sannarlega er útlitið áhrifaríkt og stílhreint. Þetta framúrstefnulega mælaborð og stjórnun þess kalla þeir hjá Volkswagen „Innovision Cockpit“. Það er eiginlega full ástæða fyrir bílaáhugamenn að gera sér sérstaka ferð upp í Heklu og kíkja á þetta nýja mælaborðsútlit í Touareg. VW TouaregInnanrýmið í Touareg er ansi gott og frábærlega fer um alla 5 farþegana og seint verður hægt að kvarta yfir 810 lítra farangursrýminu sem verður 1.800 lítrar með aftursætin niðri. Framsætin eru mjög flott og það sem meira máli skiptir, afar þægileg. Touareg er svo hljóðlátur í innanrýminu að allir sem reyna bílinn munu fyllast lúxusbílatilfinningu. Það liggur meira að segja við að „of lítið“ heyrist í vélinni þegar bílnum er gefið inn, svo vel er hann einangraður og veg- og vindhljóð heyrast vart heldur.Skottrýmið er 810 lítrar.Urmull akstursstillinga Touareg, eins og flestir flottir og dýrari jeppar, er með akstursstillingum og ekki skortir á fjölda þeirra, en þar má finna Eco, Normal, Comfort, Individual, Snow, Sand og Off-road. Í langflestum tilfellum er best að stilla bílinn á Normal eða Comfort til að njóta þægilegasta aksturs bílsins. Þá koma gríðargóðir aksturseiginleikar hans best í ljós. Hinar stillingarnar henta við aukna ófærð en voru ekki reyndar í reynsluakstrinum. Þær gætu komið sér vel þegar vetrar, eða á hálendinu. Hægt er að fá bílinn með frábærri loftpúðafjöðrun og þannig búinn er hann frábært aksturstæki. Hann svínliggur í beygjum og er hreinn unaður að aka.Innréttingin í nýjum Touareg á heima í lúxusbílaflokki.Það er alveg ljóst að Volkswagen hefur lagt mikið í smíði þessa bíls, enda er hann flaggskip fyrirtækisins, sér í lagi þar sem Volkswagen hefur hætt smíði Pheaton-lúxusfólksbílsins. Þeir sem hafa efni á að kaupa sér jeppa í kringum 10 milljónirnar ættu að íhuga þennan nýja kost í þeim flokki, en þó að Volkswagen flokkist ekki meðal lúxusbílamerkja er hreinlega erfitt að flokka þennan bíl utan þeirra. Ef til vill eru bestu kaupin í ódýrustu útfærslunni með stærri dísilvélinni og fyrir vikið halda sig hálfri milljón undir 10 milljónunum, en fá allt sem máli skiptir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent
Þriðja kynslóð Volkswagen Touareg jeppans er komin til landsins, en þar fer mjög athyglisverður jeppi sem gæti átt eftir að hrista aðeins upp í jeppamarkaðnum hér á landi, sem víðar. Ástæða þess er helst sú að þessi bíll á svo margt sameiginlegt með miklu dýrari jeppum frá Volkswagen Group bílasamstæðunni, svo sem Porsche Cayenne og Audi Q7, en líka ofurdýrum jeppum samstæðunnar eins og Lamborghini Urus og Bentley Bentayga. Til dæmis er stöðugleikakerfið í nýjum Touareg það sama og finna má í Bentley Bentayga og afturhjólastýringin er sú sama og í Lamborghini Urus. Engu að síður er Volkswagen Touareg meira en helmingi ódýrari bíll en þessir tveir og nokkuð undir verði Cayenne og Q7. Ný kynslóð Touareg hefur bæði lengst og breikkað, en meira máli skiptir að bíllinn hefur fríkkað til muna og er orðinn algjör fyrirmyndar akstursbíll. Í raun er þessi bíll að skipa sér í flokk með jeppum lúxusbílamerkjanna.Það sem líka á eftir að höfða til kaupenda Touareg er flott ytra og innra útlit bílsins, en það tekur fyrri kynslóð bílsins verulega fram. En þó svo þessir þættir hjálpi mjög nýjum Touareg er ekki þar með sagt að hann sé jafningi bíla eins og Cayenne, sem bæði hefur meiri akstursgetu og er með enn þá flottari innréttingu. Það fæst jú alltaf meira fyrir meiri pening, en spurningin er þá helst, hvar nóg er nóg? Kannski er einmitt nógu náð með þessum nýja Touareg, að minnsta kosti saknaði greinarritari lítils við akstur þessa ríkulega bíls.Skarpari línur og laglegri frá öllum hliðum.Öflugri dísilvél en í Q7 Í fyrstu hefur Hekla eingöngu fengið nýjan Touareg með 3,0 lítra dísilvél sem er skráð fyrir 285 hestöflum, en einnig er í boði dísilvél sem afkastar 230 hestöflum og má með þeirri útfærslu spara sér 860 þúsund. Grunnverð Touareg með aflminni dísilvélinni er 8.590.000 en með aflmeiri vélinni 9.450.000 kr. Hjá Volkswagen verður síðan Touareg líka í boði með 6 strokka bensínvél, 8 strokka dísilvél og sem Plug-In-Hybrid bíll. Það er í raun athyglisvert að aflmeiri dísilvélin í þessum nýja Touareg er 13 hestöflum aflmeiri en í tiltölulega nýjum Audi Q7, en í grunninn er þetta sama vélin, með 3,0 lítra sprengirými. Fyrir þessum aflmun finnst og fyrir vikið er bíllinn ferlegur orkubolti sem þýtur af stað þó hægri fætinum sé ekki troðið í gólfið. Touareg er ári snöggur í hundraðið, eða 6,1 sekúndu og það er reyndar alveg sama á hvaða hraða maður er á þessum bíl, þyngra stig með hægri gefur honum alltaf mikla hraðaaukningu. Fyrir vikið er ferlega gaman að gefa þessum bíl inn. Allt þetta rífandi afl kemur þó ekki niður á eyðslunni því í reynsluakstrinum var hann t.d. mældur með 7,5 lítra á um 15 km spotta milli Mosfellsbæjar og miðbæjar Reykjavíkur. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,6 lítrar og líklega mun bíllinn höggva nálægt þeirri tölu í raunheimum. Það er ekki slæmt fyrir bíl sem er ríflega tvö tonn að þyngd.Hér fer vel um alla, en innanrýmið hefur stækkað milli kynslóða.Magnað mælaborð Líklega mun mælaborðið í þessum nýja Touareg gera margan orðlausan, en fá má bílinn svo til takkalausan og með tveimur samliggjandi 12 og 15 tommu skjáum þaðan sem öllum búnaði bílsins er stjórnað. Afar fáir bílar eru í boði með slíka tækni og útlit, en fyrir vikið er eins og stigið sé upp í háþróað geimfar fremur en bíl. Víst er að fleiri og fleiri bílar munu verða svona búnir á næstu árum, tæknin er til staðar og sannarlega er útlitið áhrifaríkt og stílhreint. Þetta framúrstefnulega mælaborð og stjórnun þess kalla þeir hjá Volkswagen „Innovision Cockpit“. Það er eiginlega full ástæða fyrir bílaáhugamenn að gera sér sérstaka ferð upp í Heklu og kíkja á þetta nýja mælaborðsútlit í Touareg. VW TouaregInnanrýmið í Touareg er ansi gott og frábærlega fer um alla 5 farþegana og seint verður hægt að kvarta yfir 810 lítra farangursrýminu sem verður 1.800 lítrar með aftursætin niðri. Framsætin eru mjög flott og það sem meira máli skiptir, afar þægileg. Touareg er svo hljóðlátur í innanrýminu að allir sem reyna bílinn munu fyllast lúxusbílatilfinningu. Það liggur meira að segja við að „of lítið“ heyrist í vélinni þegar bílnum er gefið inn, svo vel er hann einangraður og veg- og vindhljóð heyrast vart heldur.Skottrýmið er 810 lítrar.Urmull akstursstillinga Touareg, eins og flestir flottir og dýrari jeppar, er með akstursstillingum og ekki skortir á fjölda þeirra, en þar má finna Eco, Normal, Comfort, Individual, Snow, Sand og Off-road. Í langflestum tilfellum er best að stilla bílinn á Normal eða Comfort til að njóta þægilegasta aksturs bílsins. Þá koma gríðargóðir aksturseiginleikar hans best í ljós. Hinar stillingarnar henta við aukna ófærð en voru ekki reyndar í reynsluakstrinum. Þær gætu komið sér vel þegar vetrar, eða á hálendinu. Hægt er að fá bílinn með frábærri loftpúðafjöðrun og þannig búinn er hann frábært aksturstæki. Hann svínliggur í beygjum og er hreinn unaður að aka.Innréttingin í nýjum Touareg á heima í lúxusbílaflokki.Það er alveg ljóst að Volkswagen hefur lagt mikið í smíði þessa bíls, enda er hann flaggskip fyrirtækisins, sér í lagi þar sem Volkswagen hefur hætt smíði Pheaton-lúxusfólksbílsins. Þeir sem hafa efni á að kaupa sér jeppa í kringum 10 milljónirnar ættu að íhuga þennan nýja kost í þeim flokki, en þó að Volkswagen flokkist ekki meðal lúxusbílamerkja er hreinlega erfitt að flokka þennan bíl utan þeirra. Ef til vill eru bestu kaupin í ódýrustu útfærslunni með stærri dísilvélinni og fyrir vikið halda sig hálfri milljón undir 10 milljónunum, en fá allt sem máli skiptir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent