Fótbolti

Ronaldo þarf að sætta sig við að sitja stundum á bekknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo er mannlegur. Hann þarf stundum að hvíla sig.
Ronaldo er mannlegur. Hann þarf stundum að hvíla sig. vísir/getty
Massimiliano Allegri ætlar ekki að spila nýju stórstjörnunni sinni í hverjum einasta leik. Cristiano Ronaldo þarf því að sætta sig við einhverja bekkjarsetu í vetur.

Juventus keypti Ronaldo á 100 milljón evrur í sumar frá Real Madrid. Besti leikmaður heims mun koma við sögu í fyrsta heimaleik Juventus í dag en knattspyrnustjórinn Allegri ætlar ekki að byrja Ronaldo í öllum leikjum Juventus í vetur.

„Það munu koma leikir þar sem Ronaldo verður á bekknum og spilar bara hálftíma. Meira að segja hann þarf að fá pásur,“ sagði Allegri.

„Í Madrid náði hann að halda sér frábærlega við. Hann mun spila gegn Lazio en svo þurfum við að sjá til.“

Juventus vann 2-3 útisigur á Chievo í fyrsta leik. Ronaldo náði ekki að setja mark strax í fyrsta leik og mun án efa vilja bæta úr því í dag.

Leikur Juventus og Lazio hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×