Fótbolti

Emil fór meiddur af velli í jafntefli Frosinone

Dagur Lárusson skrifar
Emil í baráttunni.
Emil í baráttunni. vísir/getty
Emil Hallfreðsson fór meiddur af velli í markalausu jafntefli Frosinone gegn Bologna í ítölsku deildinni í kvöld.

 

Bæði lið gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í deildinnium síðustu helgi.

 

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Frosinone í dag en hann var tekinn af velli strax á 11. mínútu leiksins vegna meiðsla.

 

Hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir lifði leiks og því var lokastaðan 0-0.

 

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir íslenska landskiðið sem spilar tvo leiki á næstu vikum en Jóhann Berg Guðmundsson fór einnig meiddur af velli hjá Burnley í dag auk þess sem Alfred Finnbogason er að glíma við meiðsli og mun ekki taka þátt í þessum landsleikjum.

 


Tengdar fréttir

Svona tilkynnti Hamrén fyrsta hópinn

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynntu sinn fyrsta landsliðshóp í dag. Kolbeinn Sigþórsson og Viðar Örn Kjartansson koma inn í framlínuna, Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi.

Fulham náði í fyrsta sigurinn í sex marka leik

Nýliðar Fulham sóttu sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Burnley mætti á Craven Cottage. Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur út af snemma leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×