Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2018 09:00 Nýjar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga sýna að það hefur hægst á veiðinni um allt land nema þá í Eystri Rangá en þar er allt ennþá á fullu flugi. Eystri Rangá er komin í 3.060 laxa en sú tala sem er birt á síðunni www.angling.is er frá því á miðvikudaginn var en samkvæmt okkar heimildum er áin að fara detta í 3.500 laxa í þessari viku, Sem dæmi um hvað veiðin hefur verið góð þá voru fimm stangir í ánni að veiða saman fyrir nokkrum dögum og var sá hópur einn með 160 laxa. Það hafa verið mjög góðar göngur í Eystri og skilyrðin góð svo það má reikna með áframhaldi á góðri veiði í ánni. Systuránni Ytri Rangá vegna ekki alveg jafn vel en þar hafa komið á land 2.556 laxar og hefur hægst mikið á veiðinni þar uppá síðkastið. Heildarveiðin í ánnií fyrra var 7.451 lax svo það er ljóst að það vantar mikið uppá göngur í hana í sumar. Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Sleppa hátt í 600.000 seiðum á næsta ári Veiði
Nýjar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga sýna að það hefur hægst á veiðinni um allt land nema þá í Eystri Rangá en þar er allt ennþá á fullu flugi. Eystri Rangá er komin í 3.060 laxa en sú tala sem er birt á síðunni www.angling.is er frá því á miðvikudaginn var en samkvæmt okkar heimildum er áin að fara detta í 3.500 laxa í þessari viku, Sem dæmi um hvað veiðin hefur verið góð þá voru fimm stangir í ánni að veiða saman fyrir nokkrum dögum og var sá hópur einn með 160 laxa. Það hafa verið mjög góðar göngur í Eystri og skilyrðin góð svo það má reikna með áframhaldi á góðri veiði í ánni. Systuránni Ytri Rangá vegna ekki alveg jafn vel en þar hafa komið á land 2.556 laxar og hefur hægst mikið á veiðinni þar uppá síðkastið. Heildarveiðin í ánnií fyrra var 7.451 lax svo það er ljóst að það vantar mikið uppá göngur í hana í sumar.
Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Sleppa hátt í 600.000 seiðum á næsta ári Veiði