Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 20:45 Yndisleg ofnbökuð bleikja. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Eva Laufey. Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati 4 flök bleikja 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör Salt og pipar 6-8 msk Teriyaki sósa 1 hvítlauksrif 2 stilkar vorlaukur 6 msk hreinn fetaostur Ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel af sósunni á fiskinn. Sáldrið ristuðum sesamfræjum yfir fiskinn og eldið í ofn við 180°C í 8 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn er frábært að mylja vel af fetaosti yfir og bera hann síðan fram með gómsætu hrásalati. Hrásalat ½ höfuð Hvítkál ½ höfuð Rauðkál 4 gulrætur 4 radísur Handfylli kóríander Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt eða notið matvinnsluvél til þess að rífa hráefnin mjög smátt. Kreistið appelsínusafa og rífið niður kóríander yfir salatið í lokin. Bleikja Eva Laufey Salat Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Eva Laufey. Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati 4 flök bleikja 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör Salt og pipar 6-8 msk Teriyaki sósa 1 hvítlauksrif 2 stilkar vorlaukur 6 msk hreinn fetaostur Ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel af sósunni á fiskinn. Sáldrið ristuðum sesamfræjum yfir fiskinn og eldið í ofn við 180°C í 8 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn er frábært að mylja vel af fetaosti yfir og bera hann síðan fram með gómsætu hrásalati. Hrásalat ½ höfuð Hvítkál ½ höfuð Rauðkál 4 gulrætur 4 radísur Handfylli kóríander Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt eða notið matvinnsluvél til þess að rífa hráefnin mjög smátt. Kreistið appelsínusafa og rífið niður kóríander yfir salatið í lokin.
Bleikja Eva Laufey Salat Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira