54 laxa holl í Affallinu Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2018 11:00 Heimtur á laxi í Affallið hafa verið með eindæmum góðar og veiðin þar síðustu daga hefur verið einstaklega góð. Holl sem var þar við veiðar fyrir helgi fékk 54 laxa og tala veiðimenn sem hafa verið að veiða við ána að það sé mikið af laxi í henni. "Við bætum aðeins í sleppingar í fyrra og það er greinilegt að það er að skila miklu en eins virðist sem heimtur séu betri en í fyrra og laxinn vel haldinn svo framhaldið stefnir í að verða mjög gott" sagði Einar Lúðvíksson í samtali við Veiðivísi í gær. Önnur á sem er á höndum Einars er Þverá í Fljótshlíð en veiðin þar hefur að sama skapi verið mjög góð en holl sem lauk veiðum um helgina landaði 29 löxum og þar er einnig mjög góður gangur í göngum. Aukið hefur verið við sleppingar í Þverá líka og ætti það að skila sér í aukinni laxgengd næsta sumar líka en eins ætti hlutfall tveggja ára laxa að aukast að sama skapi. Örfá leyfi eru eftir í Þverá og Affall og þeir sem hafa hug á að komast þar að í haust þurfa að hafa hraðar hendur. Upplýsingar um leyfin má finna á www.ranga.is. Mest lesið Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Vikulegar tölur úr laxveiðiánum Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði
Heimtur á laxi í Affallið hafa verið með eindæmum góðar og veiðin þar síðustu daga hefur verið einstaklega góð. Holl sem var þar við veiðar fyrir helgi fékk 54 laxa og tala veiðimenn sem hafa verið að veiða við ána að það sé mikið af laxi í henni. "Við bætum aðeins í sleppingar í fyrra og það er greinilegt að það er að skila miklu en eins virðist sem heimtur séu betri en í fyrra og laxinn vel haldinn svo framhaldið stefnir í að verða mjög gott" sagði Einar Lúðvíksson í samtali við Veiðivísi í gær. Önnur á sem er á höndum Einars er Þverá í Fljótshlíð en veiðin þar hefur að sama skapi verið mjög góð en holl sem lauk veiðum um helgina landaði 29 löxum og þar er einnig mjög góður gangur í göngum. Aukið hefur verið við sleppingar í Þverá líka og ætti það að skila sér í aukinni laxgengd næsta sumar líka en eins ætti hlutfall tveggja ára laxa að aukast að sama skapi. Örfá leyfi eru eftir í Þverá og Affall og þeir sem hafa hug á að komast þar að í haust þurfa að hafa hraðar hendur. Upplýsingar um leyfin má finna á www.ranga.is.
Mest lesið Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Vikulegar tölur úr laxveiðiánum Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði