Alonso hættir í Formúlu 1 Bragi Þórðarson skrifar 14. ágúst 2018 15:45 Fernando Alonso. vísir/afp Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. Spánverjinn vann heimsmeistaratitil ökumanna árin 2005 og 2006 fyrir Renault. Fáir héldu þá að honum myndi aldrei takast að vinna annan titil. Síðan 2006 má seigja að hann hafi alltaf verið réttur maður á röngum stað. „Eftir 17 yndisleg ár í þessari frábæru íþrótt er kominn tími fyrir mig til þess að breyta til,“ sagði Alonso. „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkru síðan. Það eru enn nokkrir kappakstrar eftir af tímabilinu og ég mun taka þátt í þeim af enn meiri ástríðu en áður.“ Alonso mun keppa í Indy Car mótaröðinni í Bandaríkjunum á næsta ári og freysta þess að vinna hinn sögulega Indy 500 kappakstur. Fernando hefur nú þegar unnið Mónakó kappaksturinn sem og Le Mans, vantar honum því aðeins Indy 500 í hina fullkomnu þrennu. Enginn efast um gæði Alonso undir stýri, og er hann talinn einn besti ökumaður Formúlunnar frá upphafi með 32 sigra. Ekki ljóst hver mun taka sæti hans á McLaren á næsta ári en líkur eru á að hinn 18 ára gamli Lando Norris verði fyrir valinu Formúla Tengdar fréttir Ótrúleg spenna þegar magnað Formúlutímabil er hálfnað Keppni í Formúlu 1 er hálfnuð og hefur tímabilið til þessa verið hreint út sagt magnað. 10. ágúst 2018 06:00 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. Spánverjinn vann heimsmeistaratitil ökumanna árin 2005 og 2006 fyrir Renault. Fáir héldu þá að honum myndi aldrei takast að vinna annan titil. Síðan 2006 má seigja að hann hafi alltaf verið réttur maður á röngum stað. „Eftir 17 yndisleg ár í þessari frábæru íþrótt er kominn tími fyrir mig til þess að breyta til,“ sagði Alonso. „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkru síðan. Það eru enn nokkrir kappakstrar eftir af tímabilinu og ég mun taka þátt í þeim af enn meiri ástríðu en áður.“ Alonso mun keppa í Indy Car mótaröðinni í Bandaríkjunum á næsta ári og freysta þess að vinna hinn sögulega Indy 500 kappakstur. Fernando hefur nú þegar unnið Mónakó kappaksturinn sem og Le Mans, vantar honum því aðeins Indy 500 í hina fullkomnu þrennu. Enginn efast um gæði Alonso undir stýri, og er hann talinn einn besti ökumaður Formúlunnar frá upphafi með 32 sigra. Ekki ljóst hver mun taka sæti hans á McLaren á næsta ári en líkur eru á að hinn 18 ára gamli Lando Norris verði fyrir valinu
Formúla Tengdar fréttir Ótrúleg spenna þegar magnað Formúlutímabil er hálfnað Keppni í Formúlu 1 er hálfnuð og hefur tímabilið til þessa verið hreint út sagt magnað. 10. ágúst 2018 06:00 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ótrúleg spenna þegar magnað Formúlutímabil er hálfnað Keppni í Formúlu 1 er hálfnuð og hefur tímabilið til þessa verið hreint út sagt magnað. 10. ágúst 2018 06:00
Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20