Gareth Bale fær enn stærra hlutverk en áður í liði Real Madrid í kjölfar þess að Cristiano Ronaldo var seldur frá Evrópumeisturunum til Juventus fyrr í sumar.
Bale hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu og raðað inn mörkum en hann skoraði ekki þegar liðið tapaði fyrir Atletico Madrid í leik um ofurbikar Evrópu í gærkvöldi. Bale lagði þó upp mark fyrir Karim Benzema.
Julen Lopetegui tók við stjórnartaumunum hjá Real Madrid í sumar og hann virðist treysta Bale fullkomlega fyrir aðalhlutverki í sóknarleik liðsins.
„Það er frábært að hafa Bale í okkar liði. Hann er mjög einbeittur og ætlar sér stóra hluti. Hann hefur lagt virkilega hart að sér.“
„Við erum mjög ánægðir með hugarfarið hans og hversu viljugur hann er. Hann er fyrirmyndar atvinnumaður og er jafn viljugur og ungur leikmaður. Við erum handvissir um að hann muni eigi frábært tímabil,“ segir Lopetegui.
Real Madrid hefur leik í spænsku úrvalsdeildinni á sunnudag þegar Getafe kemur í heimsókn á Santiago Bernabeu.
Lopetegui: Bale verður frábær í vetur
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn





Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn