Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2018 22:42 Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. Vísir/Getty Streymisveitan Netflix hefur staðfest að fyrirtækið sé með í þróun auglýsingar sem beint verður að áskrifendum. Eru auglýsingarnar sagðar á þá leið að eftir áhorf þáttar eða kvikmyndar birtist auglýsing þar sem vakin er athygli á öðru efni veitunnar.Greint er frá þessu á vef Vulture en þar kemur fram að þeir sem horfi á marga þætti í einu hafi séð þessar auglýsingar en í svari við fyrirspurn Ars Technica segja forsvarsmenn Netflix að þessar auglýsingar séu í þróun hjá fyrirtækinu og ekki fyrirséð hver niðurstaðan verði. Í svari segist fyrirtækið vera að leita leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni til að horfa á hraðar. Það hafi til að mynda tekist með því að koma sjálfspilandi sýnishornum fyrir á sjónvarpsviðmóti veitunnar. Netflix staðfesti ekki hversu lengi þróunarferli auglýsinganna mun standa yfir og hvort þær séu komnar til frambúðar. Tekið var fram að fyrirtækið fylgdist vel með umræðunni um þær og myndi taka það með í reikninginn þegar ákveðið verður hvort halda eigi áfram með þær. Netflix Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur staðfest að fyrirtækið sé með í þróun auglýsingar sem beint verður að áskrifendum. Eru auglýsingarnar sagðar á þá leið að eftir áhorf þáttar eða kvikmyndar birtist auglýsing þar sem vakin er athygli á öðru efni veitunnar.Greint er frá þessu á vef Vulture en þar kemur fram að þeir sem horfi á marga þætti í einu hafi séð þessar auglýsingar en í svari við fyrirspurn Ars Technica segja forsvarsmenn Netflix að þessar auglýsingar séu í þróun hjá fyrirtækinu og ekki fyrirséð hver niðurstaðan verði. Í svari segist fyrirtækið vera að leita leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni til að horfa á hraðar. Það hafi til að mynda tekist með því að koma sjálfspilandi sýnishornum fyrir á sjónvarpsviðmóti veitunnar. Netflix staðfesti ekki hversu lengi þróunarferli auglýsinganna mun standa yfir og hvort þær séu komnar til frambúðar. Tekið var fram að fyrirtækið fylgdist vel með umræðunni um þær og myndi taka það með í reikninginn þegar ákveðið verður hvort halda eigi áfram með þær.
Netflix Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira