Google hannar leitarvél með ritskoðun fyrir Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Verkefnið er umdeilt innan fyrirtækisins. Vísir/Getty Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt. The Intercept greindi frá málinu í gær en miðillinn hefur í fórum sínum lekin skjöl frá stórfyrirtækinu um verkefnin. Innan Google er verkefnið kallað Drekafluga og hefur verið unnið að því síðan síðasta vor. Aukinn þungi var svo settur í verkefnið eftir að framkvæmdastjórinn Sundar Pichai fundaði með kínverskum embættismönnum í desember. Ekki á að verða hægt að finna neitt sem kínverska ríkisstjórnin vill ekki að almenningur þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa til að mynda bannað vefsíður sem innihalda upplýsingar um andstæðinga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989. Google mun því setja síu í leitarvél sína svo niðurstöður sem nú þegar eru á bak við Netkínamúrinn finnist ekki. Þá mun ekki heldur verða hægt að fletta upp ákveðnum bannorðum. Verði það reynt, samkvæmt skjölunum sem Intercept hefur, munu engar niðurstöður birtast. Google vildi ekki svara spurningum Intercept um málið en heimildarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið þar sem þau sem starfa að verkefninu mega ekki ræða við fjölmiðla, sagði samstarfsmenn sína hafa áhyggjur af því að verkefnið stangist á við almenna siðferðiskennd. Starfsmaðurinn sagðist sjálfur andsnúinn því að stórfyrirtæki ynnu með yfirvöldum að kúgun sem þessari. Ritskoðun Kínverja og aðstoð Google gæti verið slæmt fordæmi fyrir önnur ríki. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Tengdar fréttir Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32 ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30 Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt. The Intercept greindi frá málinu í gær en miðillinn hefur í fórum sínum lekin skjöl frá stórfyrirtækinu um verkefnin. Innan Google er verkefnið kallað Drekafluga og hefur verið unnið að því síðan síðasta vor. Aukinn þungi var svo settur í verkefnið eftir að framkvæmdastjórinn Sundar Pichai fundaði með kínverskum embættismönnum í desember. Ekki á að verða hægt að finna neitt sem kínverska ríkisstjórnin vill ekki að almenningur þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa til að mynda bannað vefsíður sem innihalda upplýsingar um andstæðinga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989. Google mun því setja síu í leitarvél sína svo niðurstöður sem nú þegar eru á bak við Netkínamúrinn finnist ekki. Þá mun ekki heldur verða hægt að fletta upp ákveðnum bannorðum. Verði það reynt, samkvæmt skjölunum sem Intercept hefur, munu engar niðurstöður birtast. Google vildi ekki svara spurningum Intercept um málið en heimildarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið þar sem þau sem starfa að verkefninu mega ekki ræða við fjölmiðla, sagði samstarfsmenn sína hafa áhyggjur af því að verkefnið stangist á við almenna siðferðiskennd. Starfsmaðurinn sagðist sjálfur andsnúinn því að stórfyrirtæki ynnu með yfirvöldum að kúgun sem þessari. Ritskoðun Kínverja og aðstoð Google gæti verið slæmt fordæmi fyrir önnur ríki.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Tengdar fréttir Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32 ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30 Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32
ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30
Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45