Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Atli Ísleifsson skrifar 3. ágúst 2018 12:55 Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar eftir að hún skilaði sér ekki heim eftir heimsókn til vinkonu. Vísir/EPA/lögreglan Lögregla í Rogalandi í Noregi kveðst vita hvar hin þrettán ára Sunniva Ødegård hafi verið drepin, en vill gefa upp á þessari stundu hvar það var eða hvort það hafi verið á sama stað og hún fannst látin á mánudagsmorgun. Þetta segir Bjørn Kåre Dahl, lögreglumaður í Suðvesturumdæmi norsku lögreglunnar, í samtali við NRK. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu sinnar. Í frétt NRK kemur fram að lögregla telji sig örugga um að vera með banamann Sunnivu í haldi, en sautján ára piltur var handtekinn, grunaður um verknaðinn, á mánudag. Dahl segir að ekkert bendi til að aðrir tengist málinu. Pilturinn hefur viðurkennt að hafa brotist inn á nálægan leikskóla á sunnudagskvöldið, en neitar að hafa banað stúlkunni. Pilturinn er norskur ríkisborgari og hefur lengi verið til heimilis í Varhaug, ekki langt frá heimili Sunnivu.Gengur erfiðlega að yfirheyra piltinn Lögregla hefur nokkrum sinnum gert tilraun til að yfirheyra piltinn, en sá hefur ítrekað slitið yfirheyrslunum. Hann hefur þó staðið fast við að hann sé saklaus í málinu. Reiknað er með að önnur tilraun verði gerð til að yfirheyra hann snemma í næstu viku. Honum er nú haldið í unglingafangelsinu í Bergen. Lögregla óskaði í gærkvöldi eftir að komast í samband við par á þrítugsaldri sem á að hafa verið á rölti nálægt staðnum þar sem Sunniva fannst látin á mánudag. Parið hefur enn ekki gefið sig fram við lögreglu. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins. Norðurlönd Tengdar fréttir Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Lögregla í Rogalandi í Noregi kveðst vita hvar hin þrettán ára Sunniva Ødegård hafi verið drepin, en vill gefa upp á þessari stundu hvar það var eða hvort það hafi verið á sama stað og hún fannst látin á mánudagsmorgun. Þetta segir Bjørn Kåre Dahl, lögreglumaður í Suðvesturumdæmi norsku lögreglunnar, í samtali við NRK. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu sinnar. Í frétt NRK kemur fram að lögregla telji sig örugga um að vera með banamann Sunnivu í haldi, en sautján ára piltur var handtekinn, grunaður um verknaðinn, á mánudag. Dahl segir að ekkert bendi til að aðrir tengist málinu. Pilturinn hefur viðurkennt að hafa brotist inn á nálægan leikskóla á sunnudagskvöldið, en neitar að hafa banað stúlkunni. Pilturinn er norskur ríkisborgari og hefur lengi verið til heimilis í Varhaug, ekki langt frá heimili Sunnivu.Gengur erfiðlega að yfirheyra piltinn Lögregla hefur nokkrum sinnum gert tilraun til að yfirheyra piltinn, en sá hefur ítrekað slitið yfirheyrslunum. Hann hefur þó staðið fast við að hann sé saklaus í málinu. Reiknað er með að önnur tilraun verði gerð til að yfirheyra hann snemma í næstu viku. Honum er nú haldið í unglingafangelsinu í Bergen. Lögregla óskaði í gærkvöldi eftir að komast í samband við par á þrítugsaldri sem á að hafa verið á rölti nálægt staðnum þar sem Sunniva fannst látin á mánudag. Parið hefur enn ekki gefið sig fram við lögreglu. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins.
Norðurlönd Tengdar fréttir Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54