Ferðafólk eykur matarinnkaup Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Hlutfall dagvöru í verslun erlendra ferðamanna hefur vaxið hratt undanfarið. Fréttablaðið/Anton Brink Kortavelta erlendra ferðamanna í dagvöru jókst á fyrstu fimm mánuðum ársins um 16 prósent miðað við í fyrra. Erlend kortavelta veitingahúsa jókst aðeins um ríflega fjögur prósent. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir merki um að ferðamenn séu sparsamari en áður. Sterk króna eigi eflaust hlut að máli. „Þróun á kortaveltu í dagvöruverslun og veitingaþjónustu fylgdist að framan af,“ útskýrir forstöðumaðurinn, Árni Sverrir Hafsteinsson. „En að undanförnu hefur veltan í dagvöruverslun aukist heldur meira. Við sjáum að ferðamenn eru farnir að haga sér meira líkt og hagsýnir neytendur. Hlutfall dagvöru í verslun þeirra hefur vaxið umtalsvert á meðan vöxturinn er minni í sölu á sérvörum og lúxusvarningi.“ Erlendir ferðamenn keyptu dagvöru fyrir tæplega 3,3 milljarða króna með greiðslukortum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam veltan 2,8 milljörðum.Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnarFataverslun erlends ferðafólks nam 1,8 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 20 prósent en gjafa- og minjagripaverslun dróst saman um nær sjö prósent. Tollfrjáls verslun minnkaði um tólf prósent. Verslun í heild jókst um 5,5 prósent. Erlendir ferðamenn greiddu rúmlega 9,4 milljarða króna fyrir veitingaþjónustu á fyrstu fimm mánuðum ársins og 18,7 milljarða fyrir hótelgistingu. Velta þeirra í síðarnefnda útgjaldaliðnum jókst um ríflega 13 prósent á milli ára en til samanburðar var vöxturinn yfir 30 prósent milli áranna 2016 og 2017. Erlend greiðslukortavelta nam í heild alls 87 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um sjö prósent eða um 6,6 milljarða í krónum milli ára. Árni Sverrir bendir þó á að samanburður á kortaveltutölum milli ára gefi skakka mynd af þróun mála þar sem stórt fyrirtæki í flugþjónustu hafi á síðasta ári flutt færsluhirðingu sína úr landi. Vissulega sé vöxtur kortaveltunnar minni en áður en hann sé engu að síður ágætur. „Það má segja að við séum að halda sjó. Það er ekkert hrun í kortunum,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Kortavelta erlendra ferðamanna í dagvöru jókst á fyrstu fimm mánuðum ársins um 16 prósent miðað við í fyrra. Erlend kortavelta veitingahúsa jókst aðeins um ríflega fjögur prósent. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir merki um að ferðamenn séu sparsamari en áður. Sterk króna eigi eflaust hlut að máli. „Þróun á kortaveltu í dagvöruverslun og veitingaþjónustu fylgdist að framan af,“ útskýrir forstöðumaðurinn, Árni Sverrir Hafsteinsson. „En að undanförnu hefur veltan í dagvöruverslun aukist heldur meira. Við sjáum að ferðamenn eru farnir að haga sér meira líkt og hagsýnir neytendur. Hlutfall dagvöru í verslun þeirra hefur vaxið umtalsvert á meðan vöxturinn er minni í sölu á sérvörum og lúxusvarningi.“ Erlendir ferðamenn keyptu dagvöru fyrir tæplega 3,3 milljarða króna með greiðslukortum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam veltan 2,8 milljörðum.Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnarFataverslun erlends ferðafólks nam 1,8 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 20 prósent en gjafa- og minjagripaverslun dróst saman um nær sjö prósent. Tollfrjáls verslun minnkaði um tólf prósent. Verslun í heild jókst um 5,5 prósent. Erlendir ferðamenn greiddu rúmlega 9,4 milljarða króna fyrir veitingaþjónustu á fyrstu fimm mánuðum ársins og 18,7 milljarða fyrir hótelgistingu. Velta þeirra í síðarnefnda útgjaldaliðnum jókst um ríflega 13 prósent á milli ára en til samanburðar var vöxturinn yfir 30 prósent milli áranna 2016 og 2017. Erlend greiðslukortavelta nam í heild alls 87 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um sjö prósent eða um 6,6 milljarða í krónum milli ára. Árni Sverrir bendir þó á að samanburður á kortaveltutölum milli ára gefi skakka mynd af þróun mála þar sem stórt fyrirtæki í flugþjónustu hafi á síðasta ári flutt færsluhirðingu sína úr landi. Vissulega sé vöxtur kortaveltunnar minni en áður en hann sé engu að síður ágætur. „Það má segja að við séum að halda sjó. Það er ekkert hrun í kortunum,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira