Stærsta skuldbinding Landsbankans hækkaði um 16 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Landsbankinn segir lausafjárstöðu bankans áfram sterka. Fréttablaðið/Stefán Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku. Eins og Markaðurinn hefur greint frá, fjármagnaði bankinn 22 milljarða kaup Brims á ríflega þriðjungshlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda í apríl síðastliðnum. Var lánið veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nam ríflega 27 milljörðum króna eða 11,4 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok síðasta árs og jókst um 7,8 prósentustig á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Eiginfjárgrunnur Landsbankans var rúmlega 229 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs. Tekið er fram í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans að umrædd áhættuskuldbinding sé innan áhættuvilja bankans. Þá sé lausafjárstaða bankans áfram sterk og lausafjár- og fjármögnunarhlutfall séu vel umfram lögbundin lágmörk. Í afkomukynningu bankans vegna uppgjörsins kemur auk þess fram að lán hans til sjávarútvegs hafi aukist um tugi milljarða á öðrum fjórðungi ársins og hafi samanlagt numið tæplega 150 milljörðum króna í lok júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00 Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku. Eins og Markaðurinn hefur greint frá, fjármagnaði bankinn 22 milljarða kaup Brims á ríflega þriðjungshlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda í apríl síðastliðnum. Var lánið veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nam ríflega 27 milljörðum króna eða 11,4 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok síðasta árs og jókst um 7,8 prósentustig á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Eiginfjárgrunnur Landsbankans var rúmlega 229 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs. Tekið er fram í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans að umrædd áhættuskuldbinding sé innan áhættuvilja bankans. Þá sé lausafjárstaða bankans áfram sterk og lausafjár- og fjármögnunarhlutfall séu vel umfram lögbundin lágmörk. Í afkomukynningu bankans vegna uppgjörsins kemur auk þess fram að lán hans til sjávarútvegs hafi aukist um tugi milljarða á öðrum fjórðungi ársins og hafi samanlagt numið tæplega 150 milljörðum króna í lok júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00 Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00
Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00
Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent