Hakkarar hafa komist yfir persónuupplýsingar 1,5 milljóna Singapúra sem er meira en fjórðungur þjóðarinnar.
Hakkararnir brutust inn í heilbrigðisgagnagrunn landsins en árásin var gerð af ásettu ráði og var vel skipulögð að sögn yfirvalda.
Upplýsingarnar sem hakkararnir komust yfir voru nöfn og heimilisföng en ekki sjúkraskrár, fyrir utan upplýsingar er varðaði uppáskrifuð lyf 160 þúsund landsmanna.
Yfirvöld í Singapúr segja að ekki hafi verið neitt átt við gagnagrunninn, það er engum gögnum var breytt eða eytt af hökkurunum.
Hakkarar stálu persónuupplýsingum fjórðungs singapúrsku þjóðarinnar
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
