Uppgjör: Hrikaleg mistök Vettel veittu Hamilton yfirhöndina Bragi Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 06:00 Hamilton kom, sá og sigraði um helgina. vísir/getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í þýska kappakstrinum um helgina. Aðal keppinautur hans í slagnum um heimsmeistaratitil ökumanna, Sebastian Vettel, varð frá að hverfa eftir klaufaleg mistök. Vettel var í sjöunda himni á laugardaginn, þá hafði Þjóðverjinn tryggt sér fyrsta sætið á ráspól Hockenheim kappakstursins. Erkifjandi hans, Lewis Hamilton, byrjaði aðeins 14. eftir að Mercedes bíll Bretans bilaði í tímatökum. Ástandið varð svo bara betra fyrir Vettel er hann leiddi kappaksturinn framan af. Eftir fyrstu þjónustuhléin var þó liðsfélagi hans, Kimi Raikkonen kominn á undan.Maðurinn á bakvið brellurnar hjá Ferrari.vísir/gettyFerrari nota taktík „Þið eruð á mismunandi áætlunum, hleyptu Sebastian framúr,” sagði ítalska liðið við Raikkonen á 38. hring og fyrir vikið hleypti Kimi liðsfélaga sínum upp í fyrsta sætið. Það var á þessum tíma sem að Lewis Hamilton lagðist sennilega á bæn og bað máttarvöldin um smá rigningu. Ætli Mercedes liðið hafi ekki líka allir saman dansað regndansinn því að þegar 15 hringir voru eftir af kappakstrinum opnuðust himinhvolfin. Þetta hentaði Hamilton ágætlega þar sem hann var búinn að keyra sig upp í fjórða sætið á eftir liðsfélaga sínum. Mercedes bílarnir virtust hafa meira grip á votri brautinni og átti Valtteri Bottas ekki í miklum vandræðum með að komast fram úr landa sínum Raikkonen.Vettel gerði sig sekan um skelfileg mistök.vísir/gettyÓtrúleg mistök Vettel Á 52. hring varð draumur Sebastian Vettel að martröð. Þjóðverjinn missti stjórn á Ferrari bíl sínum í 13. beygju Hockenheim hringsins og glopraði þar með niður öllum vonum sínum á sigri. Ótrúleg mistök hjá fjórfalda heimsmeistaranum sérstaklega þar sem hann hafði tæplega tíu sekúndna forskot á annað sætið. Klökkur Vettel blótaði hinum ýmsu orðum í talstöðina til liðsins og bætti fyrirgefningu við, enda var þessi útafakstur engum öðrum að kenna heldur honum sjálfum. Öryggisbíllinn var kallaður út á meðan að starfsmenn komu tjónaða Ferrari bíl Vettels út úr brautinni. Þá fóru flest allir inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti nema Lewis Hamilton, fyrir vikið komst Bretinn upp í fyrsta sætið.Félagarnir hjá Mercedes ánægðir í lok dags.vísir/gettyEftirleikurinn auðveldur fyrir Mercedes Í endurræsingunni var augljóst að liðsfélagi Lewis, Valtteri Bottas sem sat í öðru sæti, var mun hraðari á ferskari dekkjum. Þá var komið að Mercedes að spila smá taktík rétt eins og Ferrari gerði nokkrum hringjum fyrr. „Valtteri, þetta er James, haldið ykkar sætum,” fékk Bottas að heyra frá vélstjóra sýnum þegar aðeins níu hringir voru eftir af kappakstrinum. Fyrsta og annað sætið fyrir Mercedes var því staðreynd á Hockenheim brautinni um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið sem að liðið nær þessum árangri á heimavelli. Sigurinn gefur Hamilton 25 stig til heimsmeistara og leiðir hann nú mótið með 17 stiga forskot á Sebastian Vettel. Næsti kappakstur fer fram á hinni stórskemmtilegu Hungaroring braut í Ungverjalandi um næstu helgi. Ef Hamilton klárar þar á undan Vettel verður það í fyrsta skiptið á tímabilinu sem bilið milli þeirra tveggja fer yfir 18 stig í slagnum um titilinn. Sebastian mun því gefa allt sem hann á til að stoppa Lewis um næstu helgi. Formúla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í þýska kappakstrinum um helgina. Aðal keppinautur hans í slagnum um heimsmeistaratitil ökumanna, Sebastian Vettel, varð frá að hverfa eftir klaufaleg mistök. Vettel var í sjöunda himni á laugardaginn, þá hafði Þjóðverjinn tryggt sér fyrsta sætið á ráspól Hockenheim kappakstursins. Erkifjandi hans, Lewis Hamilton, byrjaði aðeins 14. eftir að Mercedes bíll Bretans bilaði í tímatökum. Ástandið varð svo bara betra fyrir Vettel er hann leiddi kappaksturinn framan af. Eftir fyrstu þjónustuhléin var þó liðsfélagi hans, Kimi Raikkonen kominn á undan.Maðurinn á bakvið brellurnar hjá Ferrari.vísir/gettyFerrari nota taktík „Þið eruð á mismunandi áætlunum, hleyptu Sebastian framúr,” sagði ítalska liðið við Raikkonen á 38. hring og fyrir vikið hleypti Kimi liðsfélaga sínum upp í fyrsta sætið. Það var á þessum tíma sem að Lewis Hamilton lagðist sennilega á bæn og bað máttarvöldin um smá rigningu. Ætli Mercedes liðið hafi ekki líka allir saman dansað regndansinn því að þegar 15 hringir voru eftir af kappakstrinum opnuðust himinhvolfin. Þetta hentaði Hamilton ágætlega þar sem hann var búinn að keyra sig upp í fjórða sætið á eftir liðsfélaga sínum. Mercedes bílarnir virtust hafa meira grip á votri brautinni og átti Valtteri Bottas ekki í miklum vandræðum með að komast fram úr landa sínum Raikkonen.Vettel gerði sig sekan um skelfileg mistök.vísir/gettyÓtrúleg mistök Vettel Á 52. hring varð draumur Sebastian Vettel að martröð. Þjóðverjinn missti stjórn á Ferrari bíl sínum í 13. beygju Hockenheim hringsins og glopraði þar með niður öllum vonum sínum á sigri. Ótrúleg mistök hjá fjórfalda heimsmeistaranum sérstaklega þar sem hann hafði tæplega tíu sekúndna forskot á annað sætið. Klökkur Vettel blótaði hinum ýmsu orðum í talstöðina til liðsins og bætti fyrirgefningu við, enda var þessi útafakstur engum öðrum að kenna heldur honum sjálfum. Öryggisbíllinn var kallaður út á meðan að starfsmenn komu tjónaða Ferrari bíl Vettels út úr brautinni. Þá fóru flest allir inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti nema Lewis Hamilton, fyrir vikið komst Bretinn upp í fyrsta sætið.Félagarnir hjá Mercedes ánægðir í lok dags.vísir/gettyEftirleikurinn auðveldur fyrir Mercedes Í endurræsingunni var augljóst að liðsfélagi Lewis, Valtteri Bottas sem sat í öðru sæti, var mun hraðari á ferskari dekkjum. Þá var komið að Mercedes að spila smá taktík rétt eins og Ferrari gerði nokkrum hringjum fyrr. „Valtteri, þetta er James, haldið ykkar sætum,” fékk Bottas að heyra frá vélstjóra sýnum þegar aðeins níu hringir voru eftir af kappakstrinum. Fyrsta og annað sætið fyrir Mercedes var því staðreynd á Hockenheim brautinni um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið sem að liðið nær þessum árangri á heimavelli. Sigurinn gefur Hamilton 25 stig til heimsmeistara og leiðir hann nú mótið með 17 stiga forskot á Sebastian Vettel. Næsti kappakstur fer fram á hinni stórskemmtilegu Hungaroring braut í Ungverjalandi um næstu helgi. Ef Hamilton klárar þar á undan Vettel verður það í fyrsta skiptið á tímabilinu sem bilið milli þeirra tveggja fer yfir 18 stig í slagnum um titilinn. Sebastian mun því gefa allt sem hann á til að stoppa Lewis um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti