Norðurá komin í 1.250 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2018 10:00 Heildarveiðin í Norðurá er komin í 1.250 laxa í sumar en þar hefur verið mikið líf og fjör við bakkann eins og í flestum ánum á vesturlandi. Þegar veiðitölur sama tíma eru skoðaðar 10 ár aftur í tímann og ef við gefum okkur síðan að svipaður taktur verið í veiðinni má reikna með að áin teygji sig vel í 2.000 laxa í sumar og það er ekkert óhugsandi að hún fari yfir þá tölu. Það sem hefur oft gert ánni erfitt fyrir í ágúst er lítið vatn en á þessu sumri er víst lítil hætta á því að nokkurt vatnsleysi eigi eftir að herja á ána. Laxinn gekk framan af afar hægt upp á dal en hefur síðustu tvær vikurnar gengið upp af nokkrum krafti. Samhliða þessu er ennþá að ganga lax svo það verður líklega gott framhald á veiðinni í Norðurá. Það sem er að virka í ánni er það sama og víðast á þessum árstíma, litlar flugur. Það sem hefur líka gert þetta skemmtilegt er að hitch virðist virka vel þrátt fyrir að það sé kalt í lofti en það er líklega einhver skemmtilegasta veiðiaðferð sem hægt er að nota á lax. Mest lesið Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði
Heildarveiðin í Norðurá er komin í 1.250 laxa í sumar en þar hefur verið mikið líf og fjör við bakkann eins og í flestum ánum á vesturlandi. Þegar veiðitölur sama tíma eru skoðaðar 10 ár aftur í tímann og ef við gefum okkur síðan að svipaður taktur verið í veiðinni má reikna með að áin teygji sig vel í 2.000 laxa í sumar og það er ekkert óhugsandi að hún fari yfir þá tölu. Það sem hefur oft gert ánni erfitt fyrir í ágúst er lítið vatn en á þessu sumri er víst lítil hætta á því að nokkurt vatnsleysi eigi eftir að herja á ána. Laxinn gekk framan af afar hægt upp á dal en hefur síðustu tvær vikurnar gengið upp af nokkrum krafti. Samhliða þessu er ennþá að ganga lax svo það verður líklega gott framhald á veiðinni í Norðurá. Það sem er að virka í ánni er það sama og víðast á þessum árstíma, litlar flugur. Það sem hefur líka gert þetta skemmtilegt er að hitch virðist virka vel þrátt fyrir að það sé kalt í lofti en það er líklega einhver skemmtilegasta veiðiaðferð sem hægt er að nota á lax.
Mest lesið Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði