Barcelona borgar ríflega 40 milljónir evra fyrir þennan 21 árs gamla Brasilíumann sem skoraði 12 mörk í Ligue 1 á síðustu leiktíð.
Malcom var á leið í flug til Rómar síðastliðið mánudagskvöld þar sem ítalska úrvalsdeildarliðið AS Roma hafði náð samkomulagi við Bordeaux en á síðustu stundu kom tilboð frá Barcelona sem var sömuleiðis samþykkt og steig Malcom því aldrei upp í flugvélina til Rómar.
Þess í stað flaug hann til Barcelona borgar í gær og gekkst undir læknisskoðun hjá Barcelona áður en hann undirritaði fimm ára samning við spænsku meistarana.
Malcom #EnjoyMalcom
— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 25, 2018
pic.twitter.com/dvHc66iLR3
Yfirmaður leikmannamála hjá Roma, Spánverjinn Monchi, fer yfir málið á myndbandi sem sjá mér fyrir neðan en þar kemur meðal annars fram að ekki hafi verið búið að undirrita samkomulag við Malcom skriflega og því ólíklegt að Roma aðhafist frekar í málinu.
Le parole di @leonsfdo sulla trattativa tra #ASRoma, Bordeaux e Malcom pic.twitter.com/hg1E4MDRzx
— AS Roma (@OfficialASRoma) July 24, 2018