Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.
Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal.
Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar.
Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar.
Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan.
Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina.
.@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid.
— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018
https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX