Gelson Martins til Atletico Madrid Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júlí 2018 11:30 Gelson Martins lék með Portúgal á HM í Rússlandi Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins er genginn til liðs við Evrópudeildarmeistara Atletico Madrid en tilkynnt var um þetta á heimasíðu spænska félagsins í morgun. Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar. Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar. Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan. Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina..@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid. https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018 Spænski boltinn Tengdar fréttir Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30 Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins er genginn til liðs við Evrópudeildarmeistara Atletico Madrid en tilkynnt var um þetta á heimasíðu spænska félagsins í morgun. Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar. Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar. Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan. Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina..@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid. https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018
Spænski boltinn Tengdar fréttir Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30 Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30
Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04