Stórskyttan Jóhann Reynir Gunnlaugsson er búinn að semja við Gróttu í Olís-deild karla í handbolta en hann gengur í raðir liðsins frá Randers í Danmörku.
Jóhann Reynir er uppalinn Víkingur og spilaði þar fyrstu ár ferilsins í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins en hann fór svo til Danmerkur og spilaði með Lemvig og nú síðast Randers.
Hann spilaði síðast í Olís-deildinni með Víkingi veturinn 2015-2016 og var þá lang markahæsti leikmaður liðsins með 114 mörk í 22 leikjum. Hann er mikil markavél.
Þetta eru góð tíðindi fyrir Gróttuna sem hefur misst mikinn mannskap eftir síðustu leiktíð þar sem að liðið hafnaði í níunda sæti deildarinnar.
Grótta er búin að missa nokkra lykilmenn á borð við Júlíus Þóri Stefánsson, Pétur Árna Hauksson og Ásmund Atlason. Á móti, auk Jóhanns, eru komnir þeir Leonharð Þorgeir Harðarson á láni frá Haukum og Alexander Jón Másson frá Val.
Jóhann Reynir ef af miklu íþróttakyni en faðir hans er ofurhlauparinn Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitastjóri í Borgarbyggð, og systir hans er María Rún Gunnlaugsdóttir sem hefur verið ein af fremstu frjálsíþróttakonum landsins um árabil.
Grótta bætir við sig öflugri skyttu
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti






„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

Fleiri fréttir
