Innflæði erlends fjármagns dróst saman um þriðjung á fyrri árshelmingi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. júlí 2018 07:00 Innflæði í skráð hlutabréf minnkaði á fyrri helmingi ársins. Vísir Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00
Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45