
Magnús Pálmi, sem var um tíma forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Glitnis, hefur verið einn stærsti hluthafi Heimavalla frá stofnun og sat um hríð í stjórn félagsins.
Hann hefur upplýst í frétt á frettabladid.is að Túnfljót hafi átt 500 milljónir hluta í Heimavöllum og tíu prósent af þeim bréfum hafi á fyrsta viðskiptadegi verið færð til Iðusteina.
Markaðsvirði fyrrgreindra hluta væri nú samanlagt 590 milljónir króna. Félög í eigu Magnúsar er ekki að finna á lista yfir 20 stærstu hluthafa. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Túnfljót skuldaði Kviku banka 434 milljónir á 8,3 prósenta vöxtum og Hrafna-Flóka 380 milljónir á 5 prósenta vöxtum sem greiða þurfti í ár. Virði hlutabréfa Heimavalla hefur lækkað um 15 prósent frá skráningu í lok maí miðað við meðalgengi í hlutafjárútboðinu.