Kommúnistar koma inn úr kuldanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 08:54 Forsætisráðherra Tékklands, Andrej Babiš, í þinginu í gær þegar tekist var á um vantrausttillöguna. Vísir/epa Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir. Tékkland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær. Kommúnistar voru við völd í Tékkóslóvakíu í 41 ár, við gríðarlega misjafnar undirtektir. Blásið hefur um forsætisráðherra landsins, milljarðamæringinn Andrej Babiš, og hafa tékknesk stjórnmál raun verið í lamasessi undanfarna 9 mánuði. Erfitt hefur verið að mynda ríkisstjórn og hafa bráðabirgðastjórnir verið myndaðar til þess eins að sprengja þær aftur. Babiš, sem sór á dögunum embættiseið í annað sinn á örfáum mánuðum, hefur verið sakaður um að hafa nýtt 2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp efnaverksmiðju í eigin nafni. Í ljós ásakananna báru stjórnarandstæðingar upp vantrauststillögu á tékkneska þinginu en, sem fyrr segir, ákváðu 15 þingmenn kommúnistaflokksins að verja stjórn Babiš falli. Það gerðu þeir í skiptum fyrir loforð um að kirkjujarðir yrðu aftur skattlagðar og að horft yrði til þeirra við úthlutun hinna ýmsu embætta. Það er þó ekki bara hið óvenjulega hjónaband milljarðamærings og kommúnista sem stendur í fólki. Tékkum er mörgum ferskt í minni hvernig kommúnistar stýrðu Tékkóslóvakíu með harðri hendi í rúmlega fjóra áratugi - eða allt fram til falls Sovétríkjanna árið 1989. Óttast því margir að sambærilegt stjórnarfar sé handan við hornið, í ljósi þess að kommúnistar virðast vera komnir inn úr kuldanum. Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan þinghúsið í Prag þar sem fundað var fram á nótt, ekki síst vegna stuðnings kommúnistana sem þó taka ekki formlega sæti í ríkisstjórn. Stjórnmálaskýrendur segja að það verði spennandi að fylgjast með því hvort stjórnarsamstarfið muni ganga upp en kommúnistar hafa oft gagnrýnt Babiš harðlega á síðustu mánuðum. Til að mynda urðu þeir æfir þegar tékknesk stjórnvöld ákváðu að senda þrjá rússneska erindreka aftur til Moskvu í kjölfar eiturefnaárarinnar í Salisbury fyrr á þessu ári. Þar að auki er Babiš einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins ásamt því að horfa til vesturs eftir innblæstri - en ekki til Kremlar eins og kommúnistar hafa gert svo áratugum skiptir.
Tékkland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira