Fótbolti

Ronaldo: Menn á mínum aldri fara vanalega til Katar eða Kína

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo í mannhafinu í gær.
Cristiano Ronaldo í mannhafinu í gær. vísir/epa
Cristiano Ronaldo gekk í gær formlega í raðir Juventus á Ítalíu en ítölsku meistarar síðustu sjö ára borgar ríflega 100 milljónir evra fyrir kappann.

Juventus verður þriðja liðið sem Ronaldo spilar fyrir eftir að hann yfirgaf Sporting í Portúgal en áður var hann á mála hjá Manchester United og Real Madrid þar sem að hann vann samtals fimm Evrópumeistaratitla.

Juventus hefur ekki unnið Meistaradeildina í 22 ár og vonast til þess að Ronaldo geti hjálpað til við það en hann virðist vera kominn með svarta beltið í því að vinna Meistaradeildina.

„Ég er þakklátur fyrir þetta nýja tækifæri því leikmenn á mínum aldri fara vanalega til Katar eða Kína þessa dagana,“ sagði Ronaldo á blaðamannafundi í gær og bætti við að Juventus var eina liðið sem að gekk á eftir honum.

Ronaldo skoraði 450 mörk fyrir Real Madrid á nýju árum, vann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku 1. deiildina tvívegis. Hann hefur fimm sinnum verið útnefndur besti fótboltamaður heims og þá varð hann Evrópumeistari með Portúgal árið 2016.

„Ég vil vinna. Ég vil vera sá besti. Hver veit, kannski fæ ég Gullknöttinn aftur. Það var erfitt að vinna hann hjá Manchester United og Real Madrid en við sjáum til hvað gerist hérna,“ sagði Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×