Handbolti

Selfoss til Litháen en FH-ingar mæta króatísku liði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elvar Örn Jónsson og félagar í Selfossi mæta liði frá Litháen en Ásbjörn Friðriksson og hans menn í FH fara til Króatíu.
Elvar Örn Jónsson og félagar í Selfossi mæta liði frá Litháen en Ásbjörn Friðriksson og hans menn í FH fara til Króatíu. Vísir/Andri Marinó
Dregið var til fyrstu umferðar EHF-bikarsins í handbolta í dag í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins en þar voru tvö íslensk lið í pottinum.

Selfoss, sem sló í gegn með ungt lið í Olís-deildinni á síðustu leiktíð, er komið aftur í Evrópu eftir langa bið en það mætir Klaipeda Dragunas frá Litháen í fyrstu umferð.

FH, sem sendi Selfyssinga í sumarfrí eftir magnaða fimm leikja undanúrslitarimmu, dróst á móti RK Dubrava frá Króatíu en FH-ingar voru hársbreidd frá því að komast í riðlakeppni EHF-bikarsins á síðustu leiktíð.

ÍBV er þriðja liðið sem tekur þátt í Evrópukeppni í ár en það kemur ekki inn fyrr en í annarri umferð EHF-bikarsins. Eyjamenn töpuðu í undanúrslitum Áskorendabikarsins í fyrra fyrir Potaissa Turda líkt og Valur gerði ári áður.

Fyrri leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram 1.-2. september og 8.-9. september sem riðlar fyrstu umferð Olís-deildarinnar en svo á eftir að koma í ljós hvort Selfoss eða FH semji um að spila báða leikina sömu helgina heima eða að heiman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×