Nasdaq hættir að birta hluthafalista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25
MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00
Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45