Hamilton gerði nýjan 11 milljarða samning við Mercedes Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 23:30 Lewis Hamilton. vísir/getty Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður áfram í liði Mercedes í Formúlu 1 næstu ár. Hann skrifaði í dag undir 80 milljón punda samning við þýska liðið. Hamilton sigraði í stigakeppni ökuþóra í Formúlunni í fyrra og er því ríkjandi heimsmeistari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í fimm ár, síðan 2013. Nýi samningurinn er til tveggja ára, til 2020, og segja heimildir BBC Sport að Hamilton muni fá 30 milljónir punda á ári, með möguleika á allt að 10 milljónum til viðbóta í bónusgreiðslur, samkvæmt nýja samningnum. Hann gæti því fengið samtals 80 milljónir punda (rúma 11 milljarða króna) fyrir næstu tvö ár. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna. Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár,“ sagði Bretinn Hamilton. Mercedes hefur verið sigursælasta lið Formúlu 1 undanfarin ár og unnið bæði stigakeppni ökuþóra og bílasmiða síðustu fjögur ár. Hamilton á þrjá af þeim heimsmeistaratitlum, Þjóðverjinn Nico Rosberg vann einn. Hamilton er í dag átta stigum á eftir Sebastian Vettel á Ferrari í stigakeppni ökuþóra. Hann getur komist aftur á toppinn um helgina þegar þýski kappaksturinn fer fram. Síðasta æfingin í Þýskalandi, tímatakan og sjálfur kappaksturinn verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður áfram í liði Mercedes í Formúlu 1 næstu ár. Hann skrifaði í dag undir 80 milljón punda samning við þýska liðið. Hamilton sigraði í stigakeppni ökuþóra í Formúlunni í fyrra og er því ríkjandi heimsmeistari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í fimm ár, síðan 2013. Nýi samningurinn er til tveggja ára, til 2020, og segja heimildir BBC Sport að Hamilton muni fá 30 milljónir punda á ári, með möguleika á allt að 10 milljónum til viðbóta í bónusgreiðslur, samkvæmt nýja samningnum. Hann gæti því fengið samtals 80 milljónir punda (rúma 11 milljarða króna) fyrir næstu tvö ár. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna. Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár,“ sagði Bretinn Hamilton. Mercedes hefur verið sigursælasta lið Formúlu 1 undanfarin ár og unnið bæði stigakeppni ökuþóra og bílasmiða síðustu fjögur ár. Hamilton á þrjá af þeim heimsmeistaratitlum, Þjóðverjinn Nico Rosberg vann einn. Hamilton er í dag átta stigum á eftir Sebastian Vettel á Ferrari í stigakeppni ökuþóra. Hann getur komist aftur á toppinn um helgina þegar þýski kappaksturinn fer fram. Síðasta æfingin í Þýskalandi, tímatakan og sjálfur kappaksturinn verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira