Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur í steinkistunni Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2018 21:48 Fornleifafræðingarnir reyna hér að opna kistuna. Vísir/EPA Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur var það sem leyndist í steinkistunni sem fannst í Egyptalandi í síðustu viku. Talið er að steinkistan hafi legið óhreyfð í rúmlega tvö þúsund ár og lá mörgum forvitni á að vita hvað leyndist í henni. Einhverjir höfðu þó óttast afleiðingar þess að opna þessa kistu en fornleifafræðingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir skoðuðu innihald hennar í dag. Einhverjir leiddu að því líkur að líkamsleifar Alexanders mikla væru í kistunni eða jafnvel einhverskonar bölvun sem myndi færa miklar hörmungar yfir mannkynið. Það sem leyndist í kistunni voru þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur af rauðbrúnu skólpi.Innihald kistunnar.Vísir/EPAFornminjaráðuneyti Egyptalands skipaði nefnd fornleifafræðinga sem var falið að opna kistuna sem fannst á byggingarsvæði í hafnarborginni Alexandríu sem stendur við Nílarósa.Fjölmiðlar í Egyptalandi segja frá því að fornleifafræðingarnir hefðu náð að lyfta loki kistunnar um fimm sentímetra en þurftu að flýja óþefinn sem gaus upp. Kistan var síðan opnuð með aðstoð verkfræðinga frá egypska hernum. Fornleifafræðingarnir telja að beinagrindurnar hafi tilheyrt hermönnum og eru áverkar á einni höfuðkúpunni sem gefa til kynna að hún hafi orðið fyrir ör. „Við opnuðum kistuna og guði sé lof, myrkur lagðist ekki yfir heiminn,“ Mostafa Waziri, formaður egypska fornmunaráðsins, við fjölmiðla og vísaði þar í áhyggjur margra af mögulegum afleiðingum ef kistan yrði opnuð. „Ég var fyrstur til að stinga höfðinu ofan í kistuna og hér stend ég fyrir framan ykkur í góðu lagi,“ bætti Waziri við.Kistan fannst á byggingarsvæði í borginni Alexandríu og óttuðust margir innihald hennar.Vísir/EPAAlmenningi hefur þó verið meinað að koma nálægt staðnum þar sem kistan er, af ótta við að eiturgufur berist frá henni. Kistan er 27 tonn að þyngd, tveggja metra há og þriggja metra löng. Hún er sú stærsta sem hefur fundist í heilu lagi. Hún er talin vera frá tímum veldis Ptolemaja, sem hófust árið 323 fyrir Krist þegar Alexander mikli lést. Egyptaland Fornminjar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur var það sem leyndist í steinkistunni sem fannst í Egyptalandi í síðustu viku. Talið er að steinkistan hafi legið óhreyfð í rúmlega tvö þúsund ár og lá mörgum forvitni á að vita hvað leyndist í henni. Einhverjir höfðu þó óttast afleiðingar þess að opna þessa kistu en fornleifafræðingarnir voru hvergi bangnir þegar þeir skoðuðu innihald hennar í dag. Einhverjir leiddu að því líkur að líkamsleifar Alexanders mikla væru í kistunni eða jafnvel einhverskonar bölvun sem myndi færa miklar hörmungar yfir mannkynið. Það sem leyndist í kistunni voru þrjár beinagrindur og óbærilegur fnykur af rauðbrúnu skólpi.Innihald kistunnar.Vísir/EPAFornminjaráðuneyti Egyptalands skipaði nefnd fornleifafræðinga sem var falið að opna kistuna sem fannst á byggingarsvæði í hafnarborginni Alexandríu sem stendur við Nílarósa.Fjölmiðlar í Egyptalandi segja frá því að fornleifafræðingarnir hefðu náð að lyfta loki kistunnar um fimm sentímetra en þurftu að flýja óþefinn sem gaus upp. Kistan var síðan opnuð með aðstoð verkfræðinga frá egypska hernum. Fornleifafræðingarnir telja að beinagrindurnar hafi tilheyrt hermönnum og eru áverkar á einni höfuðkúpunni sem gefa til kynna að hún hafi orðið fyrir ör. „Við opnuðum kistuna og guði sé lof, myrkur lagðist ekki yfir heiminn,“ Mostafa Waziri, formaður egypska fornmunaráðsins, við fjölmiðla og vísaði þar í áhyggjur margra af mögulegum afleiðingum ef kistan yrði opnuð. „Ég var fyrstur til að stinga höfðinu ofan í kistuna og hér stend ég fyrir framan ykkur í góðu lagi,“ bætti Waziri við.Kistan fannst á byggingarsvæði í borginni Alexandríu og óttuðust margir innihald hennar.Vísir/EPAAlmenningi hefur þó verið meinað að koma nálægt staðnum þar sem kistan er, af ótta við að eiturgufur berist frá henni. Kistan er 27 tonn að þyngd, tveggja metra há og þriggja metra löng. Hún er sú stærsta sem hefur fundist í heilu lagi. Hún er talin vera frá tímum veldis Ptolemaja, sem hófust árið 323 fyrir Krist þegar Alexander mikli lést.
Egyptaland Fornminjar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira