Flókadalsá að fyllast af bleikju Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2018 09:00 Núna fara stóru að göngurnar af sjóbleikju að mæta í árnar um allt land og miðað við fréttir úr Flókadalsá er ballið að byrja. Flókadalsá er ein af skemmtilegri bleikjuám á landinu og þar er hægt að gera mjög góða bleikjuveiði og jafnvel setja í lax. Sjóbleikjan er greinilega farin að ganga af fullum krafti í ána því holl sem var að byrja veiðar í dag tók kvótann á allar stangirnar á aðeins tveimur klukkutímum. Í samtali við Veiðivísi sagði Þórarinn Halldórsson leigutaki Flókadalsár að áin væri kraumandi af bleikju en eins og áður sagði tóku allar stangir kvótann á tveimur tímum en kvótinn í ánni er 8 bleikjur á stöng á vakt en veitt er á þrjár stangir í ánni. Það verður gaman að heyra af ánum á norðurlandi næstu daga sem sjóbleikjan gengur í en miðað við þessa veiði í Flókadalsá hlýtur að styttast í frekari fregnir af sjóbleikjuveiði. Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Núna fara stóru að göngurnar af sjóbleikju að mæta í árnar um allt land og miðað við fréttir úr Flókadalsá er ballið að byrja. Flókadalsá er ein af skemmtilegri bleikjuám á landinu og þar er hægt að gera mjög góða bleikjuveiði og jafnvel setja í lax. Sjóbleikjan er greinilega farin að ganga af fullum krafti í ána því holl sem var að byrja veiðar í dag tók kvótann á allar stangirnar á aðeins tveimur klukkutímum. Í samtali við Veiðivísi sagði Þórarinn Halldórsson leigutaki Flókadalsár að áin væri kraumandi af bleikju en eins og áður sagði tóku allar stangir kvótann á tveimur tímum en kvótinn í ánni er 8 bleikjur á stöng á vakt en veitt er á þrjár stangir í ánni. Það verður gaman að heyra af ánum á norðurlandi næstu daga sem sjóbleikjan gengur í en miðað við þessa veiði í Flókadalsá hlýtur að styttast í frekari fregnir af sjóbleikjuveiði.
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði