Góðar göngur í Úlfarsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2018 14:20 Lax þreyttur í Kopru. Mynd: SVFR Það eru góðar göngur í árnar á vesturlandi og veiðiperlur Reykjavíkur fara ekki varhluta af því. Úlfarsá sem er oftar en ekki nefnd Korpa er oft í skugganum af Elliðaánum sem njóta mikillar hylli veiðimanna enda ekkert skrítið þar sem hún er bæði gjöful og þægilega veidd. Korpa er bara ekkert síður veiðin en í henni er aðeins veitt á tvær stangir og meðalveiðin verið um 150 laxar yfir tímabilið. Tímasetningin á göngunum í árnar tvær eru svipaðar og núna með auknum krafti laxgengdar í Elliðaárnar er laxinn mættur í Korpu. Það var greinilega nokkur torfa sem synti um ósinn um helgina og það sást greinilega þegar laxinn renndi sér upp fossinn á flóðinu og þeir sem náðu ekki göngunni þá lágu í hylnum við órinn og stukku upp þennan rúma meter sem stökkið er. Það var mikið líf í Berghylnum og greinilegt að það var mikil sigling á laxinum því stöðugur straumur laxa sem stungu sér upp fossinn ofan Berghyls sýndi að þessir ætluðu sér ekki að liggja lengi í Berghyl. Laxinn er kominn um alla á og þeir sem hafa bókað sér daga í sumar eiga greinilega gott í vændum. Mest lesið Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Vikulegar tölur úr laxveiðiánum Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði
Það eru góðar göngur í árnar á vesturlandi og veiðiperlur Reykjavíkur fara ekki varhluta af því. Úlfarsá sem er oftar en ekki nefnd Korpa er oft í skugganum af Elliðaánum sem njóta mikillar hylli veiðimanna enda ekkert skrítið þar sem hún er bæði gjöful og þægilega veidd. Korpa er bara ekkert síður veiðin en í henni er aðeins veitt á tvær stangir og meðalveiðin verið um 150 laxar yfir tímabilið. Tímasetningin á göngunum í árnar tvær eru svipaðar og núna með auknum krafti laxgengdar í Elliðaárnar er laxinn mættur í Korpu. Það var greinilega nokkur torfa sem synti um ósinn um helgina og það sást greinilega þegar laxinn renndi sér upp fossinn á flóðinu og þeir sem náðu ekki göngunni þá lágu í hylnum við órinn og stukku upp þennan rúma meter sem stökkið er. Það var mikið líf í Berghylnum og greinilegt að það var mikil sigling á laxinum því stöðugur straumur laxa sem stungu sér upp fossinn ofan Berghyls sýndi að þessir ætluðu sér ekki að liggja lengi í Berghyl. Laxinn er kominn um alla á og þeir sem hafa bókað sér daga í sumar eiga greinilega gott í vændum.
Mest lesið Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Vikulegar tölur úr laxveiðiánum Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði