Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:18 Drengirnir heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Vísir/afp Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23