Mesta veiðin í Þverá og Kjarrá Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2018 10:19 Landssamband Veiðifélaga birti veiðitölur úr Laxveiðiánum í vikunni og aþð virðist sem Þverá og Kjarrá séu að taka forskot á hinar árnar. Veiðin í Þverá og Kjarrá hefur verið afar góð í sumar og mikill kraftur í göngunum í ána. Heildarveiðin í ánum er komin í 843 laxa en það voru tölur frá síðasta miðvikudagkvöldi. Veiðin hefur síðan verið mjög góð og samkvæmt okkar heimildum gæti áin farið yfir 1.000 laxa í dag. Mesta veiðin á stöng er sem áður í Urriðafossi í Þjórsá en veiðin þar hefur verið afskaplega góð og og eru komnir 577 laxar á land þar og ekkert lát á veiðinni. Veiðin í Borgarfjarðaránum hefur heilt yfir verið góð en kannski síst í Langá. Það er ekki vegna skorts á laxi en áin hefur verið í þreföldu vatni frá 25.júní og var fyrst að ná góðri vatnsstöðu í gær. Svæðin neðan Skugga eru full af laxi sem loksins núna fer að ganga upp og þá á eftir að lifna yfir svæðunum fyrir ofan Skugga. Veiðin á Norðurlandi virðist víða vera á pari við sama tíma í fyrra svo heilt yfir virðist þetta sumar vera að stefna í góða átt. Topp fimm árnar í síðustu viku voru: 1. Þverár og Kjarrá 842 laxar 2.Urriðafoss 577 laxar 3. Norðurá 557 laxar 4. Miðfjarðará 320 laxar 5. Haffjarðará 320 laxar Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Vikulegar tölur úr laxveiðiánum Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði
Landssamband Veiðifélaga birti veiðitölur úr Laxveiðiánum í vikunni og aþð virðist sem Þverá og Kjarrá séu að taka forskot á hinar árnar. Veiðin í Þverá og Kjarrá hefur verið afar góð í sumar og mikill kraftur í göngunum í ána. Heildarveiðin í ánum er komin í 843 laxa en það voru tölur frá síðasta miðvikudagkvöldi. Veiðin hefur síðan verið mjög góð og samkvæmt okkar heimildum gæti áin farið yfir 1.000 laxa í dag. Mesta veiðin á stöng er sem áður í Urriðafossi í Þjórsá en veiðin þar hefur verið afskaplega góð og og eru komnir 577 laxar á land þar og ekkert lát á veiðinni. Veiðin í Borgarfjarðaránum hefur heilt yfir verið góð en kannski síst í Langá. Það er ekki vegna skorts á laxi en áin hefur verið í þreföldu vatni frá 25.júní og var fyrst að ná góðri vatnsstöðu í gær. Svæðin neðan Skugga eru full af laxi sem loksins núna fer að ganga upp og þá á eftir að lifna yfir svæðunum fyrir ofan Skugga. Veiðin á Norðurlandi virðist víða vera á pari við sama tíma í fyrra svo heilt yfir virðist þetta sumar vera að stefna í góða átt. Topp fimm árnar í síðustu viku voru: 1. Þverár og Kjarrá 842 laxar 2.Urriðafoss 577 laxar 3. Norðurá 557 laxar 4. Miðfjarðará 320 laxar 5. Haffjarðará 320 laxar Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Vikulegar tölur úr laxveiðiánum Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Risaurriði úr Úlfljótsvatni Veiði