Í beinni: Björgunaraðgerðir halda áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2018 05:00 Tveir kafarar munu fylgja hverjum dreng út úr hellinum. Vísir/AFP Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. Í dag tókst köfurum að bjarga fjórum drengjum til viðbótar þeim fjórum sem var bjargað í gær. Á morgun stendur til að sækja þá fjóra sem eftir eru auk þjálfarans. Aðgerðirnar hafa gengið vonum framar en aðstæður eru gríðarlega erfiðar eins og greint hefur verið frá síðustu daga. Sjónarvottar segja að drengirnir hafi allir verið í kafarabúningum og með andlitsgrímur þegar þeir komu upp og voru færðir um borð í þyrlu sem beið þess að fara með þá á sjúkrahús. Áherslan færist nú yfir á að hlúa að drengjunum bæði líkamlega og sálfræðilega. Búist er við að þeir geti þjáðst af næringarskorti, áfallastreituröskun og hafi orðið fyrir einhverjum súrefnisskorti.Fylgst var með gangi mála í vaktinni á Vísi eins og sjá má hér að neðan.
Hlé hefur verið gert til morguns á björgunaraðgerðum við hellinn í Taílandi þar sem hópur drengja hefur verið í sjálfheldu ásamt fótboltaþjálfara sínum í vel á aðra viku. Í dag tókst köfurum að bjarga fjórum drengjum til viðbótar þeim fjórum sem var bjargað í gær. Á morgun stendur til að sækja þá fjóra sem eftir eru auk þjálfarans. Aðgerðirnar hafa gengið vonum framar en aðstæður eru gríðarlega erfiðar eins og greint hefur verið frá síðustu daga. Sjónarvottar segja að drengirnir hafi allir verið í kafarabúningum og með andlitsgrímur þegar þeir komu upp og voru færðir um borð í þyrlu sem beið þess að fara með þá á sjúkrahús. Áherslan færist nú yfir á að hlúa að drengjunum bæði líkamlega og sálfræðilega. Búist er við að þeir geti þjáðst af næringarskorti, áfallastreituröskun og hafi orðið fyrir einhverjum súrefnisskorti.Fylgst var með gangi mála í vaktinni á Vísi eins og sjá má hér að neðan.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27