Tvær enskar fótboltagoðsagnir segja fólki að láta Raheem Sterling í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 10:00 Raheem Sterling gengur svekktur af velli eftir 24. markalausa landsleikinn í röð. Vísir/Getty Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira