Útsláttarkeppnin hefst með tveimur stórleikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:30 Lionel Messi fagnar marki sínu. Vísir/Getty Útsláttarkeppnin á HM í fótbolta hefst í dag með tveimur leikjum. Í Kazan mætast Frakkland og Argentína og í Sotsjí eigast Úrúgvæ og Portúgal við. Þrátt fyrir að vera að fastagestir á HM og hafa unnið samtals þrjá heimsmeistaratitla er leikurinn í Kazan aðeins þriðji leikur Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramóti frá upphafi. Argentínumenn unnu leiki liðanna 1930 og 1978. Frá tapinu fyrir Argentínu á HM fyrir 40 árum hefur Frakkland ekki tapað fyrir þjóð frá Suður-Ameríku á HM. Hvorugt liðanna sýndi sínar bestu hliðar í riðlakeppninni. Frakkar áttu þó ekki í neinum vandræðum með að komast áfram, öfugt við Argentínumenn sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þökk sé marki Marcos Rojo fjórum mínútum fyrir leikslok gegn Nígeríu. Úrúgvæ er eina liðið sem vann alla sína leiki í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Portúgal fékk á sig mark í uppbótartíma gegn Íran sem kom í veg fyrir að liðið ynni B-riðilinn. Evrópumeistararnir sluppu hins vegar vel þegar Mehdi Taremi klúðraði dauðafæri fyrir Írana eftir jöfnunarmarkið. Hefði hann skorað hefðu Portúgalar fallið úr leik. Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næstmarkahæsti leikmaður HM á eftir Harry Kane. Hann á hins vegar enn eftir að skora í útsláttarkeppni á HM og vonast til að bæta úr því í Sotsjí. Það verður þó enginn hægðarleikur gegn harðskeyttri vörn Úrúgvæ. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram. Þá mætast Spánn og Rússland í Moskvu og Króatía og Danmörk í Nízhníj Novgorod. Rússar unnu fyrstu tvo leiki sína á HM með markatölunni 8-1 en var skellt harkalega niður á jörðina af Úrúgvæjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Heimaliðið þarf að eiga fullkominn leik gegn Spánverjum til að komast áfram. Króatía vann alla sína leiki í riðlakeppninni og var mjög sannfærandi. Lykilmenn liðsins mæta ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Danir spiluðu þéttan varnarleik í riðlakeppninni og eina markið sem þeir fengu á sig kom úr vítaspyrnu. Þeir eru komnir í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn síðan 2002 en Króatar hafa ekki komist svona langt síðan 1998. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Útsláttarkeppnin á HM í fótbolta hefst í dag með tveimur leikjum. Í Kazan mætast Frakkland og Argentína og í Sotsjí eigast Úrúgvæ og Portúgal við. Þrátt fyrir að vera að fastagestir á HM og hafa unnið samtals þrjá heimsmeistaratitla er leikurinn í Kazan aðeins þriðji leikur Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramóti frá upphafi. Argentínumenn unnu leiki liðanna 1930 og 1978. Frá tapinu fyrir Argentínu á HM fyrir 40 árum hefur Frakkland ekki tapað fyrir þjóð frá Suður-Ameríku á HM. Hvorugt liðanna sýndi sínar bestu hliðar í riðlakeppninni. Frakkar áttu þó ekki í neinum vandræðum með að komast áfram, öfugt við Argentínumenn sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þökk sé marki Marcos Rojo fjórum mínútum fyrir leikslok gegn Nígeríu. Úrúgvæ er eina liðið sem vann alla sína leiki í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Portúgal fékk á sig mark í uppbótartíma gegn Íran sem kom í veg fyrir að liðið ynni B-riðilinn. Evrópumeistararnir sluppu hins vegar vel þegar Mehdi Taremi klúðraði dauðafæri fyrir Írana eftir jöfnunarmarkið. Hefði hann skorað hefðu Portúgalar fallið úr leik. Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næstmarkahæsti leikmaður HM á eftir Harry Kane. Hann á hins vegar enn eftir að skora í útsláttarkeppni á HM og vonast til að bæta úr því í Sotsjí. Það verður þó enginn hægðarleikur gegn harðskeyttri vörn Úrúgvæ. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram. Þá mætast Spánn og Rússland í Moskvu og Króatía og Danmörk í Nízhníj Novgorod. Rússar unnu fyrstu tvo leiki sína á HM með markatölunni 8-1 en var skellt harkalega niður á jörðina af Úrúgvæjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Heimaliðið þarf að eiga fullkominn leik gegn Spánverjum til að komast áfram. Króatía vann alla sína leiki í riðlakeppninni og var mjög sannfærandi. Lykilmenn liðsins mæta ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Danir spiluðu þéttan varnarleik í riðlakeppninni og eina markið sem þeir fengu á sig kom úr vítaspyrnu. Þeir eru komnir í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn síðan 2002 en Króatar hafa ekki komist svona langt síðan 1998.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira