Fyrsti laxinn kominn á land í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2018 07:43 Bergþór með fyrsta laxinn úr Elliðaánum í sumar. Mynd: KL Elliðaárnar opnuðu með viðhöfn í morgun eins og venja er og það var Reykvíkingur ársins sem opnaði ána eins og undanfarin ár. Reykvíkingur ársins að þessu sinni var Bergþór Böðvarsson sem fer fyrir FC Sækó sem er fótboltafélag en í því eru einstaklingar sem hafa glímt við geðræna sjúkdóma. Félagið er einstaklega virkt og hefur það starf sem þar er unnið fengið mikið lof og Bergþór því vel að titlinum kominn. Bergþór fékk með sér til leiðsagnar Ásgeir Heiðar sem er veiðimönnum öllum kunnugur enda einn slyngasti veiðimaður og leiðsögumaður landsins. Fyrsti veiðistaður var sem endranær á þessum degi Fossinn og það tók ekki langann tíma að setja í lax. Strax í fyrsta rennsli var lax kominn á og klukkan 7:17 var hann kominn á land. Fyrsti laxin var fallegur 4 punda fiskur sem tók maðk. Nokkuð af laxi er gengin í ána en aðeins fjórtán farnir í gegnum teljarann. Lax lá á Breiðunni, í báðum Móhyljunum og í Teljarastreng lá nokkuð af laxi. Veiðin heldur áfram á morgunvaktinni og það verður gaman að sjá hver afrakstur fyrstu vaktar verður í veðurblíðunni sem loksins heimsækir borgarbúa í dag. Mest lesið Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Veiði
Elliðaárnar opnuðu með viðhöfn í morgun eins og venja er og það var Reykvíkingur ársins sem opnaði ána eins og undanfarin ár. Reykvíkingur ársins að þessu sinni var Bergþór Böðvarsson sem fer fyrir FC Sækó sem er fótboltafélag en í því eru einstaklingar sem hafa glímt við geðræna sjúkdóma. Félagið er einstaklega virkt og hefur það starf sem þar er unnið fengið mikið lof og Bergþór því vel að titlinum kominn. Bergþór fékk með sér til leiðsagnar Ásgeir Heiðar sem er veiðimönnum öllum kunnugur enda einn slyngasti veiðimaður og leiðsögumaður landsins. Fyrsti veiðistaður var sem endranær á þessum degi Fossinn og það tók ekki langann tíma að setja í lax. Strax í fyrsta rennsli var lax kominn á og klukkan 7:17 var hann kominn á land. Fyrsti laxin var fallegur 4 punda fiskur sem tók maðk. Nokkuð af laxi er gengin í ána en aðeins fjórtán farnir í gegnum teljarann. Lax lá á Breiðunni, í báðum Móhyljunum og í Teljarastreng lá nokkuð af laxi. Veiðin heldur áfram á morgunvaktinni og það verður gaman að sjá hver afrakstur fyrstu vaktar verður í veðurblíðunni sem loksins heimsækir borgarbúa í dag.
Mest lesið Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Veiði