WOW biðst afsökunar á 27 tíma seinkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 08:46 Tveir starfsmenn tóku við spurningum um 200 farþega. Skjáskot Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinnati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á seinkuninni sem rakin er til „ófyrirséðra vandkvæða“ á afhendingu hinna ýmsu gagna til bandarískra flugstjórnaryfirvalda. Um 200 farþegar ætluðu sér að ferðast með flugi #144 til Íslands, sem fara átti í loftið klukkan 01:00 aðfaranótt þriðjudags frá CVG-flugvellinum í Cincinnati. Þegar klukkan var farin að ganga sex fóru þó farþegar að ókyrrast. Þeir settu sig í samband við þarlenda miðla og tjáðu þeim að þeir hefðu ekki aðeins verið búnir að bíða í fjórar klukkustundir - heldur hafi þeim verið gert að bíða inni í flugvélinni eða á landganginum. Þeim hafi verið bannað að fara inn í sjálfa flugstöðina og þurftu því að reiða sig á salerni vélarinnar og matinn sem var þar um borð. Hitinn í vélinni er sagður hafa verið nánast óbærilegur og rakinn ekki hjálpað til. Farþegar segjast ekki hafa getað hlaðið raftækin sín og aðeins fengið vatn og súkkulaði frá starfsmönnum flugfélagsins. Áhöfn vélarinnar hafi tjáð þeim að WOW hafi láðst að skila inn réttu pappírunum áður en hinn lögbundni hvíldartími áhafnarinnar hófst. Farþegar lýsa biðinni sem martröð, margir hverjir hafi setið fastir í vélinni í rúmar sex klukkustundir meðan hún stóð á flugbrautinni. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu biðst WOW innilegrar afsökunar. Þar kemur jafnframt fram að farþegunum hafi boðist matarinneign í flugstöðinni, hótelgisting og endurgreiðsla á fargjaldinu. Flestir farþeganna ætluðu sér að fljúga áfram til Evrópu. Talið er að þeir hafi nánast allir misst af flugferðum sínum vegna seinkunarinnar. Í samtali við Fox19 Now segir talsmaður CVG að hann skilji ekki hvers vegna farþegunum hafi verið meinað að fara inn í flugstöðina. Hvergi sé minnst á slíkt bann í starfsreglum flugvallarins. Fulltrúar CVG og WOW Air muni funda um málið og sjá til þess að þessi misskilningur komi ekki upp aftur.Hér að neðan má sjá frétt Fox19 Now um málið. WOW Air Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinnati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á seinkuninni sem rakin er til „ófyrirséðra vandkvæða“ á afhendingu hinna ýmsu gagna til bandarískra flugstjórnaryfirvalda. Um 200 farþegar ætluðu sér að ferðast með flugi #144 til Íslands, sem fara átti í loftið klukkan 01:00 aðfaranótt þriðjudags frá CVG-flugvellinum í Cincinnati. Þegar klukkan var farin að ganga sex fóru þó farþegar að ókyrrast. Þeir settu sig í samband við þarlenda miðla og tjáðu þeim að þeir hefðu ekki aðeins verið búnir að bíða í fjórar klukkustundir - heldur hafi þeim verið gert að bíða inni í flugvélinni eða á landganginum. Þeim hafi verið bannað að fara inn í sjálfa flugstöðina og þurftu því að reiða sig á salerni vélarinnar og matinn sem var þar um borð. Hitinn í vélinni er sagður hafa verið nánast óbærilegur og rakinn ekki hjálpað til. Farþegar segjast ekki hafa getað hlaðið raftækin sín og aðeins fengið vatn og súkkulaði frá starfsmönnum flugfélagsins. Áhöfn vélarinnar hafi tjáð þeim að WOW hafi láðst að skila inn réttu pappírunum áður en hinn lögbundni hvíldartími áhafnarinnar hófst. Farþegar lýsa biðinni sem martröð, margir hverjir hafi setið fastir í vélinni í rúmar sex klukkustundir meðan hún stóð á flugbrautinni. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu biðst WOW innilegrar afsökunar. Þar kemur jafnframt fram að farþegunum hafi boðist matarinneign í flugstöðinni, hótelgisting og endurgreiðsla á fargjaldinu. Flestir farþeganna ætluðu sér að fljúga áfram til Evrópu. Talið er að þeir hafi nánast allir misst af flugferðum sínum vegna seinkunarinnar. Í samtali við Fox19 Now segir talsmaður CVG að hann skilji ekki hvers vegna farþegunum hafi verið meinað að fara inn í flugstöðina. Hvergi sé minnst á slíkt bann í starfsreglum flugvallarins. Fulltrúar CVG og WOW Air muni funda um málið og sjá til þess að þessi misskilningur komi ekki upp aftur.Hér að neðan má sjá frétt Fox19 Now um málið.
WOW Air Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira