Asos hættir að selja vörur úr ákveðnum dýraafurðum árið 2019 Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 18:34 Asos er ein vinsælasta netverslun í heimi og hefur vakið mikla lukku á meðal Íslendinga. Vísir/Getty Breska netverslunin Asos hefur gefið það út að hún muni hætta að selja vörur úr kasmírull, angóraull, fjöðrum og silki frá og með janúar 2019. Einnig mun fyrirtækið taka vörur sem gerðar eru úr dúni, tönnum og dýrabeinum úr sölu. Netverslunin segist taka þetta skref með dýraverndunarsjónarmið í huga, en þau segja það vera óásættanlegt að dýr þjáist fyrir tísku- og snyrtivöruiðnaðinn. Dýraverndunarsamtökin Peta hafa fagna þessum tíðindum og segja neytendur vera hægt og rólega að ýta tískuheiminum í rétta átt með því að gera kröfur um fallegan fatnað sem er ekki á kostnað dýravelferðar. Asos hefur einnig sagst ætla styðja rannsóknar- og þróunarvinnu í tengslum við regluverk um velferð dýra við fataframleiðslu. Þau vilja sjá auknar kröfur á framleiðendur. Með þessu fylgir Asos í fótspórt fatarisa á borð við Zara, H&M og Topshop sem lofuðu í síðasta mánuði að hætta framleiðslu á vörum úr angóraull. Þetta er sagt vera sprottið upp frá yngri neytendum sem láta velferð dýra sig varða. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska netverslunin Asos hefur gefið það út að hún muni hætta að selja vörur úr kasmírull, angóraull, fjöðrum og silki frá og með janúar 2019. Einnig mun fyrirtækið taka vörur sem gerðar eru úr dúni, tönnum og dýrabeinum úr sölu. Netverslunin segist taka þetta skref með dýraverndunarsjónarmið í huga, en þau segja það vera óásættanlegt að dýr þjáist fyrir tísku- og snyrtivöruiðnaðinn. Dýraverndunarsamtökin Peta hafa fagna þessum tíðindum og segja neytendur vera hægt og rólega að ýta tískuheiminum í rétta átt með því að gera kröfur um fallegan fatnað sem er ekki á kostnað dýravelferðar. Asos hefur einnig sagst ætla styðja rannsóknar- og þróunarvinnu í tengslum við regluverk um velferð dýra við fataframleiðslu. Þau vilja sjá auknar kröfur á framleiðendur. Með þessu fylgir Asos í fótspórt fatarisa á borð við Zara, H&M og Topshop sem lofuðu í síðasta mánuði að hætta framleiðslu á vörum úr angóraull. Þetta er sagt vera sprottið upp frá yngri neytendum sem láta velferð dýra sig varða.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira