Upphitun: Aðeins eitt stig skilur að fyrir endurkomuna til Frakklands Bragi Þórðarson skrifar 21. júní 2018 18:30 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel berjast um heimsmestaratitil ökuþóra vísir/samsett mynd/getty Eftir tíu ára hlé fer Formúla 1 aftur til Frakklands og nú á Paul Ricard brautinni í Marseille. Franski kappaksturinn var síðast haldinn á Magny-Cours brautinni árið 2008. Spennan er ógurleg í toppbaráttunni en nú er aðeins eitt stig á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem berjast um fimmta titil sinn í Formúlu 1. Vettel hafði betur í Kanada fyrir tveimur vikum með sannfærandi sigri. Kappaksturinn um helgina verður áhugaverður, þó aðalega vegna þess að enginn af þeim 20 ökuþórum sem etja kappi hafa nokkurn tímann keppt á frönsku brautinni. Tíu þessara ökuþóra voru ekki einu sinni fæddir þegar að Alain Prost sigraði á Paul Ricard árið 1990.Alain Prost sigraði Frakklandskappaksturinn árið 1990vísir/gettyÞetta verður í 15 skiptið sem keppni fer fram í Marseille og eru fyrrum sigurvegarar goðsagnir á borð við Niki Lauda, Nigel Mansell og Nelson Piquet. Brautin er afar teknísk með mörgum háhraða beygjum. Aftari hluti brautarinnar er svo í rauninni bara einn langur beinn kafli með smá hraðahindrun sem mun bjóða upp á mikla framúrakstra. Síðustu keppnir í Mónakó og Kanada voru ekki nægilega skemmtilegar fyrir áhorfendur. Það má þó búast við meiri hasar í Frakklandi um helgina ef marka má álit keppenda. Tímatakan byrjar klukkan 13:50 á laugardaginn og svo hefst útsending frá kappakstrinum kl. 13:40, allt á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eftir tíu ára hlé fer Formúla 1 aftur til Frakklands og nú á Paul Ricard brautinni í Marseille. Franski kappaksturinn var síðast haldinn á Magny-Cours brautinni árið 2008. Spennan er ógurleg í toppbaráttunni en nú er aðeins eitt stig á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem berjast um fimmta titil sinn í Formúlu 1. Vettel hafði betur í Kanada fyrir tveimur vikum með sannfærandi sigri. Kappaksturinn um helgina verður áhugaverður, þó aðalega vegna þess að enginn af þeim 20 ökuþórum sem etja kappi hafa nokkurn tímann keppt á frönsku brautinni. Tíu þessara ökuþóra voru ekki einu sinni fæddir þegar að Alain Prost sigraði á Paul Ricard árið 1990.Alain Prost sigraði Frakklandskappaksturinn árið 1990vísir/gettyÞetta verður í 15 skiptið sem keppni fer fram í Marseille og eru fyrrum sigurvegarar goðsagnir á borð við Niki Lauda, Nigel Mansell og Nelson Piquet. Brautin er afar teknísk með mörgum háhraða beygjum. Aftari hluti brautarinnar er svo í rauninni bara einn langur beinn kafli með smá hraðahindrun sem mun bjóða upp á mikla framúrakstra. Síðustu keppnir í Mónakó og Kanada voru ekki nægilega skemmtilegar fyrir áhorfendur. Það má þó búast við meiri hasar í Frakklandi um helgina ef marka má álit keppenda. Tímatakan byrjar klukkan 13:50 á laugardaginn og svo hefst útsending frá kappakstrinum kl. 13:40, allt á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira