Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 10:42 Alonso vakti mikla lukku í Bandaríkjunum þegar hann tók þátt í Indy 500 í fyrra. Vísir/Getty Spænski fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso er nú sagður íhuga framtíð sína í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum á dögunum. Alonso gæti mögulega snúið sér að kappakstri í Bandaríkjunum til að auka möguleika sína á sigri í Indy 500-kappakstrinum. Monaco, Le Mans og Indianapolis 500 eru þrír stærstu kappakstrar heims. Eftir sigurinn í Frakklandi fyrr í þessum mánuði skortir Alonso nú aðeins sigur í Indy 500 til þess að fullkomna safnið. Graham Hill heitinn er eini ökuþórinn sem hefur unnið alla kappakstrana þrjá. Alonso tók sér hlé frá Monaco-kappakstrinum í fyrra og reyndi fyrir sér í kappakstrinum sögufræga í Indianapolis. Hann var á meðal efstu manna allt þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig seint í keppninni. „Ég geri upp hug minn eftir sumarið um hvað ég ætla að gera á næsta ári, en eftir sigur á Le Mans kemur Indy inn í myndina sem stórt forgangsmál. Sjáum til hvort það verði á næsta ári eða þarnæsta. Sjáum til hver framtíð Formúlu 1 verður,“ sagði Alonso eftir sigurinn á Le Mans. Alonso er orðinn 37 ára gamall en honum hefur orðið lítt áleiðis með McLaren-liðinu í Formúlu 1 síðustu árin. Á blaðamannafundi fyrir franska kappaksturinn um helgina útilokaði Alonso ekki að söðla um og skipta alfarið yfir í Indycar-mótaröðina vestanhafs á næsta ári. Formúla Tengdar fréttir Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30 Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spænski fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso er nú sagður íhuga framtíð sína í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum á dögunum. Alonso gæti mögulega snúið sér að kappakstri í Bandaríkjunum til að auka möguleika sína á sigri í Indy 500-kappakstrinum. Monaco, Le Mans og Indianapolis 500 eru þrír stærstu kappakstrar heims. Eftir sigurinn í Frakklandi fyrr í þessum mánuði skortir Alonso nú aðeins sigur í Indy 500 til þess að fullkomna safnið. Graham Hill heitinn er eini ökuþórinn sem hefur unnið alla kappakstrana þrjá. Alonso tók sér hlé frá Monaco-kappakstrinum í fyrra og reyndi fyrir sér í kappakstrinum sögufræga í Indianapolis. Hann var á meðal efstu manna allt þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig seint í keppninni. „Ég geri upp hug minn eftir sumarið um hvað ég ætla að gera á næsta ári, en eftir sigur á Le Mans kemur Indy inn í myndina sem stórt forgangsmál. Sjáum til hvort það verði á næsta ári eða þarnæsta. Sjáum til hver framtíð Formúlu 1 verður,“ sagði Alonso eftir sigurinn á Le Mans. Alonso er orðinn 37 ára gamall en honum hefur orðið lítt áleiðis með McLaren-liðinu í Formúlu 1 síðustu árin. Á blaðamannafundi fyrir franska kappaksturinn um helgina útilokaði Alonso ekki að söðla um og skipta alfarið yfir í Indycar-mótaröðina vestanhafs á næsta ári.
Formúla Tengdar fréttir Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30 Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30
Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00